Í Slóveníu falla vinnuverndarmál innan vébanda ráðuneytis atvinnu-, fjölskyldu- og félagsmála og jafnra tækifæra svo og heilbrigðisráðuneytisins. Þessi tvö ráðuneyti fylgjast með og leggja mat á stöðuna á fyrrnefndu sviði og á þeim grunni leggja þau drög að reglugerðum og lausnum fyrir staðlaðar reglugerðir um vinnuverndarmál. Vinnueftirlitið hefur umsjón með innleiðingu reglugerða á þessu sviði í Slóveníu.
Innlent samstarfsnet, sem í eru fulltrúar stjórnvalda, fulltrúar stéttarfélaga og samtök atvinnurekenda, sérfræðingar og rannsakendur á sviði vinnuverndarmála og vinnulæknisfræði starfar undir ráðuneyti atvinnu-, fjölskyldu- og félagsmála og jafnra tækifæra og framkvæmir skyldur landsskrifstofu EU-OSHA. Landsskrifstofan tekur sérstaklega þátt í því að efla öryggismenningu.
Nákvæmar upplýsingar um starf innlenda tengiliðsins og innlenda samstarfsnetsins má finna á: http://www.osha.mddsz.gov.si/.