You are here

Slóvenía

Í Slóveníu falla vinnuverndarmál innan vébanda ráðuneytis atvinnu-, fjölskyldu- og félagsmála svo og heilbrigðisráðuneytisins. Þessi tvö ráðuneyti fylgjast með og leggja mat á stöðuna á fyrrnefndu sviði og á þeim grunni leggja þau drög að reglugerðum og lausnum fyrir staðlaðar reglugerðir um vinnuverndarmál. Vinnueftirlit Slóveníu hefur umsjón með innleiðingu reglugerða á þessu sviði.

Innlent samstarfsnet, sem í eru fulltrúar stjórnvalda, fulltrúar stéttarfélaga og samtök atvinnurekenda, sérfræðingar og rannsakendur á sviði vinnuverndarmála og vinnulæknisfræði starfar undir ráðuneyti atvinnu-, fjölskyldu- og félagsmála og framkvæmir skyldur hins innlenda tengiliðs EU-OSHA. Innlenda samstarfsnetið kemur sérstaklega að eflingu öryggismenningar og miðlun upplýsinga um málefni er varða að öryggi og heilbrigði á vinnustöðum sé tryggt.

Nákvæmar upplýsingar um starf innlenda tengiliðsins og innlenda samstarfsnetsins má finna á: http://www.osha.mddsz.gov.si/.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Ministrstvo za delo, družino, socialne zadeve in enake možnosti
Kotnikova 28
1000 Ljubljana
Slóvenía
Contact person:
Vladka KOMEL
Tel: +386 136 9774 0
Tölvupóstfang: vladka [dot] komel [at] gov [dot] si