Gerast fjölmiðlasamstarfsaðili með EU-OSHA

Fjölmiðlasamstarfsaðilar okkar eru fulltrúar valinn hóps blaðamanna og ritstjóra, sem leggja sig fram um að efla vinnuvernd um alla Evrópu.

Með sérstakri áherslu á herferðirnar Vinnuvernd er allra hagur, býður fjölmiðlasamstarfið upp á einstakt tækifæri fyrir fjölmiðla til að taka virkan þátt. Með því að vera í samstarfi við okkur geta þeir notið góðs af auknum sýnileika, bættu orðspori og dýrmætum tengslamöguleikum við vinnuverndarsérfræðinga, samstarfsaðila EU-OSHA og jafningja.

Við krefjumst þess að aðaltengiliðurinn hafi faglega vinnuþekkingu á ensku þar sem öll samskipti fara fram á ensku.

Kynntu þér tilboðið um fjölmiðlasamstarf.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í áætluninni ættir þú að hafa samband við news [at] osha [dot] europa [dot] eu.