Vinnuverndarstjórnun og vinnuafl sem eldist

Image
Ageing and OSH. Older worker at the workplace

Eldri starfsmenn eru vaxandi hluti vinnuaflsins. Eftir því sem fólk vinnur lengur hefur stjórnun vinnuverndarmála fyrir aldrað vinnuafl orðið forgangsmál.

Eitt af helstu markmiðum innlendrar og evrópskrar stefnumörkunar frá síðari hluta áttunda áratugarins hefur verið að auka atvinnustig og lengja vinnuskeið fólks. Atvinnustig í ESB-27 fólks á aldrinum 55-64 ára hefur aukist úr 40,5% árið 2005 í 58,5% árið 2018. Það er enn langt undir atvinnustigi fólks á aldrinum 20-64 en árið 2018 var það 72,6%.

Atvinnumarkmið stefnunnar Evrópa 2020 — að auka atvinnutíðni fólks á aldrinum 20-64 ára í 75% — þýðir að Evrópubúar þurfa að vinna lengur.

Venjulegar aldurstengdar breytingar geta bæði verið jákvæðar og neikvæðar

Margir eiginleikar eins og viska, hugsa fram í tímann, alhliða skynjun og geta til íhugunar eykst annaðhvort eða kemur fyrst fram eftir því sem árin færast yfir. Vinnureynsla og sérfræðiþekking byggist einnig upp með aldrinum.

En virknigeta af nokkru tagi, aðallega líkamleg geta og skynjun minnkar í samræmi við náttúrulega öldrun. Hugsanlegar breytingar á virknigetu ætti að hafa til hliðsjónar við áhættumat (sjá að neðan) ætti að breyta vinnu og vinnuumhverfinu til þess að mæta þessum breytingum.

Aldurstengdar breytingar á virknigetu eru ekki altækar vegna einstaklingsbundins munar á lífstíl, næringu, líkamsástandi, genetísks móttækileiga fyrir sjúkdómum, menntun og vinnu og annarra umhverfisþátta.

Eldri starfsmenn eru ekki einsleitur hópur; það getur verið töluverður munur á milli einstaklinga á sama aldri.

Öldrun og vinna

Aldurstengd hrörnun hefur aðallega áhrif á getu líkamans og skynfæra, en slíkt er einkum mikilvægt fyrir erfiða líkamlega vinnu. Breytingin frá námu- og framleiðsluiðnaði í átt að þjónustu- og þekkingariðnaði, ásamt aukin sjálfvirkni og vélvæðingu verkefna og notkun rafmagnsbúnaðar hefur dregið úr þörfinni á erfiðri líkamlegri vinnu.

Í því nýja samhengi er ýmiss konar geta og færni eldra fólks, eins og góð félagsleg færni, þjónusta við viðskiptavini og gæðavitund, mikils metin í vaxandi mæli.

Auk þess eru margar aldurstengdar breytingar á virknigetu mikilvægari í sumum atvinnugreinum en öðrum. Til dæmis hafa breytingar á jafnvægi áhrif á slökkviliðs- og björgunarmenn, sem vinna við erfiðar aðstæður, burðast með þungan búnað og lyfta og bera fólk; minnkuð geta til að átta sig á fjarlægð og hraða hluta á hreyfingu hefur áhrif á akstur að næturlagi en hefur ekki áhrif á skrifstofufólk.

Hættumat sem tekur mið af aldri

Aldur er bara einn þáttur í fjölbreyttu vinnuafli. Aldursmiðað hættumat þýðir að tekið er mið af aldurstengdum þáttum mismunandi aldurshópa þegar lagt er mat á áhættu, þar á meðal hugsanlegar breytingar á virknigetu og heilsufari.

Áhættur sem eiga sérstaklega við eldri launþegar eru meðal annars:

  • Erfitt líkamlegt vinnuálag
  • Hættur sem tengjast vaktavinnu
  • Heitt, kalt eða hávaðasamt vinnuumhverfi

Þar sem munurinn á milli einstaklinga eykst með aldri ætti ekki að draga ályktanir einungis út frá lífaldri. Hættumatið ætti að taka mið af kröfum í vinnunni í tengslum við getu einstaklingsins og heilsufar.

Fræðast meira um núverandi tól gagnvirka áhættumatstólsins á Netinu (OiRA) í boði, aldurstengt áhættumat og hvernig tryggja má að náð sé til allra.

Efling á vinnugetu og heilsuefling á vinnustöðum

Vinnugeta er jafnvægið á milli vinnunnar og eðlislegra þátta einstaklingsins; þegar vinnan og einstaklingurinn passar vel saman að þá er vinnugetan góð. Helstu þættirnir sem hafa áhrif á þetta eru:

  • Heilbrigði og virknigeta
  • Menntun og hæfni
  • Gildi, viðhorf og áhugi
  • Vinnuumhverfið og samfélagið
  • Innihald, kröfur og skipulag vinnunnar

Vinnugetu má mæla með vinnugetuvísinum. Vinnugetuhugtakið gefur til kynna að aðgerðir á vinnustaðnum til þess að efla vinnugetu ættu að ná til allra þessara þátta.

Heilbrigði fólks á efri árum markast einnig af heilsufarshegðun þess fyrr í lífinu. Seinka og draga má úr minnkun virknigetu með heilbrigðum lífsstíl, svo sem reglulegri hreyfingu og heilbrigðu fæði. Vinnustaðurinn leikur lykilhlutverk í því að hvetja til heilbrigðs lífsstíls og styðja við athafnir sem koma í veg fyrir líkamlega hrörnun og aðstoða þannig við að viðhalda vinnugetunni. Heilsuefling á vinnustöðum fjallar um fjölbreytt efni, þar á meðal fæði og næringu, áfengisneyslu, hætta að reykja, fá næga líkamsæfingu, endurheimta líkamsgetu og svefn.

Aðlögun vinnunnar og vinnuumhverfisins

Skoðanakönnun á vegum EU-OSHA árið 2012 sýnir að stór hluti borgara Evrópusambandsins heldur að góður háttur á heilbrigðis- og öryggismálum sé mjög mikilvægur til þess að gefa fólki kleift að vinna lengur.

Góð hönnun vinnustaða hefur ávinning í för með sér fyrir alla aldurshópa, þar á meðal eldri starfsmenn. Eftir því sem getan breytist þarf vinnan einnig að breytast til þess að laga sig að því, til dæmis með:

  • Endurhönnun á starfi eða starfaskiptum
  • Tíðari stuttum hléum
  • Bættu skipulagi á vaktavinnu, t.d. hraðar (2-3 daga) vaktir sem skiptast fram á við
  • Góð lýsing og hávaðastýring
  • Góð vinnuvistfræðileg hönnun á búnaði

Stefnur varðandi endurkomu til vinnu

Langvarandi veikindi geta valdið geðsjúkdómum, samfélagslegri útskúfun og snemmbúinni brottför af vinnumarkaðinum. Lykilinn að því að styðja við öldrun vinnuaflsins er að auðvelda endurkomu starfsmanna eftir veikindi. Dæmi um verkefni til þess að styðja við endurkomu í vinnu í Evrópulöndum eru meðal annars gerð ‘hreystinótu’ í stað veikindanótu í Bretlandi og verkefni með íhlutun fyrir endurkomu í vinnu í Danmörku.

Lesa skýrslu EU-OSHA aftur til vinnu og fræðast meira í tengdu staðreyndablaði.