Vegvísir um krabbameinsvaldandi efni

Gripið til aðgerða gegn vinnutengdu krabbameini

Talið er að krabbamein sé helsta ástæða vinnutengdra dauðsfalla í ESB. Það er ljóst að hægt er að gera meira til að fækka fjölda vinnutengdra krabbameinstilvika og það er þess vegna sem sex evrópsk samtök undirrituðu samning þann 25. maí , sem skuldbindur þau til að grípa til sjálfviljugra aðgerða til að auka vitund um áhættu þess að verða fyrir útsetningu á krabbameinsvaldandi efnum á vinnustöðum og skiptast á góðum starfsvenjum.

Samstarfsaðilarnir eru:

Sáttmálinn var endurnýjaður 28. nóvember 2019 og var undirritaður af finnska félags- og heilbrigðisráðuneytinu og þýska atvinnu- og félagsmálaráðuneytinu, sem ásamt fjórum evrópskum samstarfsaðilum (Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB-OSHA, ETUC og Business Europe) þökkuðu Austurríki og Hollandi fyrir framlag þeirra.

Aðilar að samningnum hafa teiknað upp Vegvísi fyrir áætlunina. Aðildarríki, aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki, rannsóknarsamtök og önnur fyrirtæki í Evrópu (og jafnvel víðar) eru hvött til að taka þátt.

Lesið nýja sáttmálann til að sjá nákvæmlega til hvers samstarfsaðilarnir hafa skuldbundið sig.

Styrking forvarna í fyrirtækjum

Nokkur af þeim verkefnum sem á að þróa og framkvæma á starfstíma áætlunarinnar eru:

  • Að bjóða atvinnurekendum upp á upplýsingar um viðmiðunarmörk og auka vitund atvinnurekenda og starfsmanna um áhættuna af því að verða fyrir útsetningu á krabbameinsvaldandi efnum, einkum í litlum og meðalstórum fyrirtækjum
  • Að bjóða atvinnurekendum upp á upplýsingar um áhættumatsaðferðir og möguleika á áhættustjórnunarráðstöfunum
  • Að hafa áhrif á hegðun og menningu á verksmiðjugólfi
  • Safna saman, lýsa og veita aðgang að fjölda sértækra, hagkvæmra starfsvenja sem henta litlum og meðalstórum fyrirtækjum í tengslum við ákveðin krabbameinsvaldandi efni
  • Aðildarríki og fyrirtæki verða hvött til þess þess að bjóðast til að taka að sér fræðslu eða samstarfshlutverk með því að fara fyrir ákveðnum hluta aðgerðanna, til dæmis hvað varðar tiltekinn hóp krabbameinsvaldandi efna eða ákveðinn geira

Minni fyrirtæki, einkum með takmarkaða reynslu af góðum starfsvenjum, eru líkleg til þess að njóta góðs af verkefninu. Einnig eru vonir bundnar við að aukin vitund muni leiða til nýsköpunar á framleiðsluferlum sem muni leiða til þess að krabbameinsvaldandi efnum verði skipt út fyrir öruggari valkosti.

Þátttaka í vegvísinum

Fyrirtækin sex hvetja alla til að grípa til ráðstafana, innleiða góðar starfsvenjur og auka vitund til þess að koma í veg fyrir útsetningu á krabbameinsvaldandi efnum.

Hugtakið góðar starfsvenjur á að túlka í víðum skilningi: allar aðgerðir sem styðja launþega og atvinnurekendur í því að verjast krabbameinsvaldandi efnum á vinnustöðum. Dæmi eru meðal annars: tæknilegar ráðstafanir, starfsemi til að auka vitund, áhættumatstól, aðferðir í ákveðnum atvinnugeirum, ráðstafanir til að bæta forvarnarmenningu, samstarf á milli fyrirtækja, samstarf á milli aðildarríkja, rannsóknarstofnana eða efnahagsgeira, o.s.frv.

Fyrirtækjunum er boðið að tilkynna um (væntanleg) verkefni sín og/eða vilja til samstarfs með öðrum sem hluta af Vegvísinum.

Hægt er að senda inn verkefni með því að fara á  http://www.roadmaponcarcinogens.eu

Leiðin áfram

EU-OSHA hjálpar til við að kynna verkefnið og mun styðja samstarfsaðila í því að skipuleggja viðburð einu sinni á ári til þess að auka vitund og leggja mat á árangurinn. Auk þess mun herferð Vinnuverndarstofnunar Evrópu Vinnuvernd er allra hagur 2018-19 fjalla um hættuleg efni og þannig tengjast Vegvísinum og markmiðum hans.

Í verkefninu eru settar fram aðgerðaráætlanir þar sem mörg forsætistímabil ESB munu koma við sögu, en verkefnið byrjar þegar Holland er í forsæti 2016.

Frekari upplýsingar

Skoða Vegvísinn til að fá heildarupplýsingar um ráðgerð verkefni í sameiningu til að draga úr vinnutengdu krabbameini.

OSHwiki inniheldur greinar um:

Árlegur viðburður Vinnuverndarstofnunar Evrópu um Vegvísinn - A+A 18. október 2017 – Samantekt um málstofuna á netinu

Málsmeðferð ESB ráðstefnunnar sem er haldin af formennsku Finnlands, 27.-28. nóvember 2019

Fundargerð Amsterdamráðstefnunnar um vinnutengt krabbamein, 23.-25. maí 2016