Sigurvegari 2019

Sigurvegari í keppninni um Kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur árið 2019

Fuglaeyja | SvissMaya Kosa, Sergio Da Costa

Dómnefndin var heilluð af líkingunni á milli batans hjá særðu fuglunum og endurhæfingunni hjá aðalpersónunni. Í myndinni er sögð falleg saga um umönnun og lækningu í naumhyggjustíl en þó með nákvæmri notkun á tungumáli kvikmyndalistarinnar. 

"Eftir langvarandi veikindi og einangrun hefur Antonin störf á verndarsvæði fyrir fugla. Hann er enn að glíma við þreytu, sem er afleiðing af veikindum hans. ... Í þessum litla heimi nýtur Antonin jafnmikillar verndar og særðu fuglarnir. Sumir af villtu fuglunum sem komið er með eru illa særðir og aðrir eru í áfalli Ástand þeirra krefst þess að dýralæknirinn og hjúkrunarfræðingurinn leggi sig öll fram – og þau gera það. Ekkert þeirra lætur sér fátt um finnast um ærandi hljóðin sem berast frá nærliggjandi flugvelli. ...Þessi hjartahlýja saga um þennan undursamlega stað þróast smám saman yfir í dæmisögu um það að bjarga dýrum – og mönnum – sem þurfa á því að halda."  Annina Wettstein á vefsíðu Dok Leipzig

Sjá sýnishorn úr myndinni

 Tilnefningar

  • Eftirköst (þ. Nachspiel), Þýskaland
  • Enski frændi minn (e. My English Cousin), Katar, Sviss
  • Róbótaást (e. Robolove), Austurríki           
  • Bragð af von (e. Taste of Hope), Sviss. Þýskaland  
  • Lærlingurinn (e. The Young Observant), Ítalía      
  • Öryggi123 (e. Safety123), Austurríki, Ítalía
  • Ekkert að óttast (e. Nothing to Be Afraid Of), Frakkland, Armenía              
  • Aldrei uppljóstra einn (e. Never Whistle Alone), Ítalía