Sigurvegari verðlauna 2017

Kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur árið 2017

Before the bridge | Bandaríkin | Lewis Wilcox

Þetta er stutt heimildarmynd sem hefur það að markmiði að hvetja til meðvitundar um hvernig sjálfvirkni mun hafa áhrif á framtíð mannkynsins. Skýrar myndir sem teknar eru úr bíl á ferð um hrunið framtíðarsvæði: ónýtar verksmiðjubyggingar, hús í niðurníðslu, mengað loft. Síðan: ryk-fríar myndir af stórum vöruskemmum, vélmenni, lyftarar. Þetta er samansafn hamfaramynda eins og úr vísindaskáldsögu. Engar ýkjur í anda Hollywood, heldur áhrif sjálfvirkni og vélvæðingar á atvinnulífið. Dæmi: Indiana. Hverful sýn á Ameríku á dögum Trumps – og framtíð hagkerfisins.

Sjá kynningarmyndbandið

Vefsíða myndarinnar

Turtle Shells | Þýskaland | Tuna Kaptan

Dýraverndunarlög í Evrópu, herlið frá Þýskalandi tekur þátt í aðgerð og finnur skjaldböku sem hefur verið lituð með fánalitum sýrlenska uppreisnarmanna. Allir koma saman á björgunarmiðstöð fyrir skriðdýr í München, sem stýrt er af Dr. Markus Baur. Sérfræðingur í þýska hernum verður að læra að umgangast hættuleg skriðdýr - hann verður að halda ró sinni, fanga dýrin og gera þau óvirk. Á sama tíma lætur Baur sýrlenska eiganda skjaldbökunnar vita að hún muni sennilega ekki fá dýrið sitt til baka þar sem það nýtur nú verndar evrópsku dýraverndunarlaganna. Fjölþætt mynd sem tekin er upp innan glerbúra og rannsakar tenginguna milli dýra, manna og stríðs.

Sjá kynningarmyndbandið

Sérstök athygli

Alien | Tyrkland | Morteza Atabaki

Og af þögninni og myrkrinu vaknar ... hreyfanleg og snúanleg vera. Hvítar, gular og gulllitaðar snældur snúast í samræmdri hreyfingu. Snældurnar hringsnúast í gamalli verksmiðju sem er full af krókum og kimum, þar til stórir og miklir þræðir verða til. Í miðjum hitanum og hávaðanum sem stafar af þessari forneskjulegu vél húkir gamall maður og stritar, ýmist við tannhjólin eða við stjórn vélarinnar.

Sjá kynningarmyndbandið

Tilnefningar

  • When the Bull Cried (Belgía, Bólivía, leikstj. Karen Vázquez Guadarrama, Bart Goossens)
  • Dying Breed (Bretland, leikstj. Mick Catmull)
  • Time to Read Poems (Suður Kórea, leikstj. Soojung Lee)
  • Machines (Indland, Þýskaland, Finnland, leikstj. Rahul Jain)
  • The Mermaid Kingdom (Mexíkó, leikstj. Luiz Rincón)
  • Carbon Nights (Sviss, leikstj. Robert Müller)
  • Delta (Úkraína, Þýskaland, leikstj. Oleksandr Technyskyi)