You are here

Blaðamannarými

Hvað er nýtt?

Fréttatilkynningar

04/09/2017 - 01:30

Á XXI heimsráðstefnunni um vinnuvernd, sem haldin verður í Singapore, 3.-6. september, kynnir Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) ásamt Alþjóðavinnumálastofnuninni nýtt mat á kostnaðinum við lélega vinnuvernd (OSH). Nýjar niðurstöður sýna að á heimsvísu tapast 3,9% vergrar landsframleiðslu, vegna vinnutengdra slysa og sjúkdóma, sem er árlegur kostnaður upp á 2.680 milljarða evra [1].

26/04/2017 - 11:00

Í aðdraganda heimsdags fyrir öryggi og heilsu á vinnustað þann 28 apríl, verður verðlaunaafhending fyrir vinnuvernd og góða starfshætti haldin í borginni Valletta á Möltu. Verðlaunin sem eru undir stjórn Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA), sýnir mönnum árangursrík inngrip af hálfu evrópskra fyrirtækja til að gera vinnustaði öruggari og heilbrigðari fyrir starfsfólk á öllum aldri— og þar af leiðandi afkastameiri.