Forysta og starfsmannaþátttaka

Image
Leadership and workers participation. Conductor leading a concert

Sterk, skilvirk og sýnileg forysta er mjög nauðsynleg fyrir góða vinnuvernd. Á móti er gott öryggi og heilbrigði mjög nauðsynlegt fyrir árangur fyrirtækja.

Það er ekki bara lagalega og siðferðileg skylda að vernda starfsmenn gegn slysum og vanheilsu — það er merki um fyrirtæki sem líklegt er til þess að vaxa og þrífast.

Dregið úr áhættum frá toppi og niður

Leiðtogi fyrirtækis — háttsettir yfirmenn, framkvæmdastjórar og/eða stjórn — eru í stöðu til þess að koma í veg fyrir slys og vanheilsu á vinnustöðum. Þeir geta gert það með því að:

  • Skuldbinda sig og miðla skilvirkri vinnuverndarstefnu yfirstjórnenda
  • Þróa kraftmikil öryggis- og heilbrigðisstjórnunarkerfi
  • Fylgjast með frammistöðu kerfanna
  • Sýna gott fordæmi með því að fylgja ávallt öllum öryggisferlum
  • Hvetja starfsfólk til þess að taka þátt í því að tryggja gott öryggi og heilbrigði

Borgað fyrir lélega forystu

Óskilvirk eða engin forysta í vinnuverndarmálum getur leitt til slysa eða jafnvel dauðsfalla svo og lélega geð- og líkamlega heilsu meðal starfsmanna. Hún getur skaða orðstír fyrirtækisins. Léleg forysta getur raunar haft í för með sér töluverðan fjárhagslegan kostnað vegna til að mynda, veikindadaga, tapaðs tíma og bótagreiðslna.

Góð forysta í vinnuverndarmálum hins vegar:

  • Kemur í veg fyrir slys og sjúkdóma
  • Eykur afköst og skilvirkni
  • Bætir starfsandann
  • Hjálpar fyrirtækjum við að fá nýja samninga og laða að sér hæfa starfsmenn

Forystan tekin í öryggis- og heilbrigðismálum

Þú getur tekið nokkur einföld skref til þess að tryggja að fyrirtækið þitt njóti góðs af góðri forystu í vinnuverndarmálum. Hér eru nokkur hagnýt ráð sem byggja á leiðarvísi frá bresku Health and Safety Executive:

  • Framkvæmdu áhættumat reglulega og gerðu ráðstafanir í samræmi við niðurstöðurnar
  • Hafðu ávallt öryggis- og heilbrigðisáhrif í huga við komu nýrra starfsmanna, verkferla og vinnuaðferða
  • Sýnileg forysta er áhrifarík forysta. Tryggðu að leiðtogar heimsæki verksmiðjugólf reglulega í fyrirtækinu til þess að tala við starfsmenn um vinnuverndarvandamál og -lausnir
  • Sýndu fram á skuldbindingu þína með því að tryggja að öryggis- og heilbrigðismál séu ávallt á dagskrá stjórnarfunda
  • Veittu öllum leiðtogum öryggis- og heilbrigðisþjálfun til þess að stuðla að aukinni vitund um gildi vinnuverndar

Vinnum saman — fáðu starfsmenn til liðs

Einn af lyklunum að góðri forystu í vinnuverndarmálum er að fá starfsmenn til liðs við sig. Atvinnurekendum ber lagaleg skylda til þess að ráðfæra sig við starfsmenn um öryggis- og heilbrigðismál. En það er nokkur ávinningur í því að ganga lengra en lágmarkskröfurnar. Vinnuverndarstjórnun er líklegri til þess að heppnast ef hún hvetur til virkar þátttöku starfsmanna og kemur á samtali á milli starfsmanna og stjórnenda.

Árið 2012 hratt EU-OSHA af stað tveggja ára herferð um þetta efni, undir heitinu Vinnuvernd er allra hagur 2012-2013 vinnuvernd - allir vinna.

Herferðinni lauk með viðmiðunarviðburði þar sem aðilar herferðarinnar skiptust á dæmum um góðar starfsvenjur, vinnusmiðjur um efni eins og „leiðtogaþjálfun“ og „öryggis- og heilbrigðismenning fyrirtækis“ voru haldnar. Lesa samantekt um viðburðinn.