Fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER)

Fyrirtækjakönnun á vegum Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA) um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER) er ítarleg könnun sem skoðar hvernig öryggis- og heilbrigðisáhættum er stjórnað á evrópskum vinnustöðum.

Þúsundir fyrirtækja og stofnanna í Evrópu hafa verið beðin að fylla út spurningalista sem beinir sjónum sínu að:

Niðurstöðurnar úr þessum viðtölum eru studdar af greiningu á fyrirliggjandi gögnum sem byggja á ítarlegum rannsóknum sem beina sjónum sínum að ákveðnum efnum. Í þessum rannsóknum er beitt eigindlegri og megindlegri aðferðafræði til að öðlast betri skilning á helstu niðurstöðum rannsóknarinnar.

ESENER-3 (2019)

Þriðja fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER-3) er komin í gang núna 2019, unnið er á vettvangi í meira en 40.000 fyrirtækjum, sem ná yfir allar stærðir, gerðir og starfsemi í 33 Evrópulöndum. 

Náðu í ítarlegar upplýsingar fyrir svarendur (pdf) á:

 BG | CSDADEELENESETFIFRHRHUISITLTLU | LVMK MTNL | NOPLPTRORUSKSLSRSV  

Skoða lista yfir landsskrifstofur (pdf aðeins á ensku)

Gagnvirkt yfirlit fyrir könnunina

Gagnvirka könnunaryfirlitið gerir þér kleift að birta með myndrænum hætti og deila upplýsingum frá ESENER og hjálpar þér að skoða svör við völdum spurningum frá ESENER með ítarlegum hætti eftir löndum, gerð atvinnugeira og stærð fyrirtækis.

Esener

ESENER-2 (2014)

Vettvangsvinna fyrir aðra bylgju ESENER fór fram sumarið-haustið 2014. Könnunin veitir ómetanlega og dagfærða yfirsýn yfir hvernig áhættum, einkum nýjum og aðsteðjandi áhættum, er stjórnað á vinnustöðum í Evrópu.

Áherslan á nýjar og aðsteðjandi áhættur þýða að svörin varpa ljósi á ókönnuð og æ mikilvægari vinnuverndarsvið eins og sálfélagslegar áhættur, en þær valda vaxandi áhyggjum á evrópskum vinnustöðum.

Könnunin fyrir 2014 er enn ítarlegri og víðfeðmari en sú fyrri, úrtakið hefur verið aukið um helming og í þremur löndum hefur auk þess verið aukið við innlenda úrtakið. ESENER-2 tekur einnig til örfyrirtækja með 5 til 10 starfsmenn og fyrirtækja í landbúnaði í fyrsta skipti. Fimm nýjum löndum — Albaníu, Íslandi, Norður-Makedóníu, Svartfjallalandi og Serbíu — hefur verið bætt við löndin 31 sem skoðuð voru 2009.

Nokkur helstu málefnin, sem eru skoðuð, eru:

  • Stoðkerfisvandamál
  • Skipulag vinnuverndarstjórnunar
  • Aðferðir við starfsmannaþátttöku á sviði vinnuverndar

ESENER veitir stefnumótendum og rannsakendum mjög þarfar upplýsingar bæði innanlands og á evrópskum vettvangi. Ekki er um aðra uppsprettu upplýsinga að ræða á vettvangi Evrópusambandsins um hvernig vinnuverndarmálum er stjórnað hjá fyrirtækjum. ESENER leikur lykilhlutverk við að hjálpa EU-OSHA í því að bjóða upp á samanburðarhæfar upplýsingar á milli landa sem geta hjálpað til við stefnumörkun á sviði vinnuverndar.

Gagnvirka yfirlitið fyrir könnunina gerir þér kleift að sjá upplýsingar úr ESENER með myndrænum hætti og deila þeim.

Þegar í boði:

Greining á fyrirliggjandi gögnum úr þessari ítarlegu könnun fer yfir fjölda lykilsvæða og veitir eftirfarandi niðurstöður:

ESENER-1 gagnasettið má nálgast í gegnum UK gagnasafn (UKDA) Háskólans í Essex og GESIS.

ESENER-1 (2009)

Fyrsta ESENER, sem fór fram árið 2009, innihélt næstum því 36.000 viðtöl við yfirmenn og vinnuverndarfulltrúa. Könnunin tók til allra aðildarríkja ESB svo og Tyrklands, Noregs og Sviss — 31 lands í allt. Viðtöl fóru fram í fyrirtækjum í einka- og opinbera geiranum með 10 starfsmenn eða fleiri.

Gagnvirkayfirlitið fyrir könnunina gerir þér kleift að sjá upplýsingar úr ESENER með myndrænum hætti og deila þeim.

Skoðaðu helstu niðurstöðurnar:

  • Evrópska fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi áhættur (ESENER) - stjórnun heilbrigðis og öryggismála á vinnustöðum (2010):yfirlit á ensku og samantekt á 24 tungumálum

Þú getur einnig sótt niðurstöður greiningar á fyrirliggjandi gögnum:

Aðrar kannanir og tölfræði um vinnuvernd:


ESENER 2009 gagnasettið má nálgast í gegnum UK gagnasafn (UKDA) Háskólans í Essex og GESIS.