Fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER)

Fyrirtækjakönnun á vegum Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA) um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER) er ítarleg könnun sem skoðar hvernig öryggis- og heilbrigðisáhættum er stjórnað á evrópskum vinnustöðum.

Þúsundir fyrirtækja og stofnanna í Evrópu hafa verið beðin að fylla út spurningalista sem beinir sjónum sínu að:

Niðurstöðurnar úr þessum viðtölum eru studdar af greiningu á fyrirliggjandi gögnum sem byggja á ítarlegum rannsóknum sem beina sjónum sínum að ákveðnum efnum. Í þessum rannsóknum er beitt eigindlegri og megindlegri aðferðafræði til að öðlast betri skilning á helstu niðurstöðum rannsóknarinnar.

ESENER-3 (2019)

Þriðja fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER-3) hefur verið framkvæmd árið 2019, unnið er á vettvangi í meira en 45.000 fyrirtækjum, sem ná yfir allar stærðir, gerðir og starfsemi í 33 Evrópulöndum. 

Fyrstu niðurtöður eru nú aðgengilegar. Frekari skýrslur og gagnabirtingar munu fylgja í kjölfarið árið 2020 og eftir það.

ESENER-2 (2014)

Vettvangsvinna fyrir aðra bylgju ESENER fór fram sumarið-haustið 2014. Könnunin veitir ómetanlega og dagfærða yfirsýn yfir hvernig áhættum, einkum nýjum og aðsteðjandi áhættum, er stjórnað á vinnustöðum í Evrópu.

Áherslan á nýjar og aðsteðjandi áhættur þýða að svörin varpa ljósi á ókönnuð og æ mikilvægari vinnuverndarsvið eins og sálfélagslegar áhættur, en þær valda vaxandi áhyggjum á evrópskum vinnustöðum.

Könnunin fyrir 2014 er enn ítarlegri og víðfeðmari en sú fyrri, úrtakið hefur verið aukið um helming og í þremur löndum hefur auk þess verið aukið við innlenda úrtakið. ESENER-2 tekur einnig til örfyrirtækja með 5 til 10 starfsmenn og fyrirtækja í landbúnaði í fyrsta skipti. Fimm nýjum löndum — Albaníu, Íslandi, Norður-Makedóníu, Svartfjallalandi og Serbíu — hefur verið bætt við löndin 31 sem skoðuð voru 2009.

Nokkur helstu málefnin, sem eru skoðuð, eru:

  • Stoðkerfisvandamál
  • Skipulag vinnuverndarstjórnunar
  • Aðferðir við starfsmannaþátttöku á sviði vinnuverndar

ESENER veitir stefnumótendum og rannsakendum mjög þarfar upplýsingar bæði innanlands og á evrópskum vettvangi. Ekki er um aðra uppsprettu upplýsinga að ræða á vettvangi Evrópusambandsins um hvernig vinnuverndarmálum er stjórnað hjá fyrirtækjum. ESENER leikur lykilhlutverk við að hjálpa EU-OSHA í því að bjóða upp á samanburðarhæfar upplýsingar á milli landa sem geta hjálpað til við stefnumörkun á sviði vinnuverndar.

Gagnvirka yfirlitið fyrir könnunina gerir þér kleift að sjá upplýsingar úr ESENER með myndrænum hætti og deila þeim.

Þegar í boði:

Greining á fyrirliggjandi gögnum úr þessari ítarlegu könnun fer yfir fjölda lykilsvæða og veitir eftirfarandi niðurstöður:

ESENER-1 gagnasettið má nálgast í gegnum UK gagnasafn (UKDA) Háskólans í Essex og GESIS.

ESENER-1 (2009)

Fyrsta ESENER, sem fór fram árið 2009, innihélt næstum því 36.000 viðtöl við yfirmenn og vinnuverndarfulltrúa. Könnunin tók til allra aðildarríkja ESB svo og Tyrklands, Noregs og Sviss — 31 lands í allt. Viðtöl fóru fram í fyrirtækjum í einka- og opinbera geiranum með 10 starfsmenn eða fleiri.

Gagnvirkayfirlitið fyrir könnunina gerir þér kleift að sjá upplýsingar úr ESENER með myndrænum hætti og deila þeim.

Skoðaðu helstu niðurstöðurnar:

  • Evrópska fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi áhættur (ESENER) - stjórnun heilbrigðis og öryggismála á vinnustöðum (2010):yfirlit á ensku og samantekt á 24 tungumálum

Þú getur einnig sótt niðurstöður greiningar á fyrirliggjandi gögnum:

Aðrar kannanir og tölfræði um vinnuvernd:


ESENER 2009 gagnasettið má nálgast í gegnum UK gagnasafn (UKDA) Háskólans í Essex og GESIS.