Verðlaunahafi 2018

Vinningshafi kvikmyndaverðlauna herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur árið 2018

Marina | Þýskaland Julia Roesler

Verðlaunamynd dómnefndar varpar ljósi á stigveldi hnattrænnar vinnu þar sem efnahagsleg nauðsyn býr til ójafnvægi sem kemur í veg fyrir að allir geti blómstrað. Fjárþörf veldur því að konur skilja fjölskyldur eftir heima til að mæta skorti á starfsfólki við umönnun aldraðra í Vestur-Evrópu. 

Marina, rúmenskur hjúkrunarfræðingur fjallar á vægðarlausan hátt um sólarhrings umönnun, stjórnun og niðurlægingu og sparar ekki smáatriðin. Marina er dæmi hérna. Rödd hennar stendur fyrir raddir margra Austur-evrópskra farandverkakvenna.

Myndin er gerð á aðlaðandi hátt sem áhorfendur hennar tengja vel við.

Sjá kynningarmyndbandið

 

Sérstök athygli

Open to the Public | Ítalía Silvia Bellotti

Dómnefndin vill vekja sérstaka athygli á sérstakri fluga-á-vegg kvikmynd sem fangar lamandi skriffinnsku húsnæðisskrifstofunnar í Napoli á miskunnarlausan hátt. Það eru ekki aðeins viðskiptavinirnir heldur líka opinberu starfsmennirnir sem eru lamaðir vegna þess hvað kerfið er ógagnsætt og enginn virðist bera ábyrgð á neinu.

Takan og klippingar eru mjög góðar, allt gert með miklum húmor og samkennd með sögupersónunni.

Sjá kynningarmyndbandið

 

Tilnefningar

  • Ash and Ember (De cendres et de braises) Manon Ott, Grégory Cohen, Frakkland
  • The Time of Forests (Le temps des forêts) François-Xavier Drouet, Frakkland
  • The Republic's Couriers (Les coursiers de la république) Badredine Haouari, Frakkland
  • Chez Jolie Coiffure Rosine Mbakam, Belgíu
  • The Days and the Year (Die Tage wie das Jahr) Othmar Schmiderer, Austurríki
  • Oro Blanco Gisela Carbajal Rodriguez, Þýskaland, Argentína
  • Symphony of the Ursus (Factory Symfonia Fabryki Ursus) Jaśmina Wójcik, Pólland