Evrópska vinnuaflið er að eldast: og eftirlaunaaldur er að hækka í mörgum aðildarríkjum og margt starfsfólk mun líklega horfast í augu við lengri starfsævi. Þetta þýðir einnig að fleira starfsfólk mun veikjast, þannig að góð stefna um endurkomu-til-vinnu verður mikilvæg til að halda vinnustaðnum sjálfbærum.
Að snúa aftur til vinnu eftir miðlungs eða langtíma veikindafjarvistir er flókið ferli. Það felur í sér mörg skref og sameinaðar aðgerðir ólíkra starfsgreina sem eru ekki endilega vanar að vinna saman. Vinnustaðurinn ætti að vera miðdepill þeirra kerfa sem varða það að snúa aftur til vinnu. Þar af leiðandi hefur Evrópska vinnuverndarstofnunin látið gera rannsókn á endurhæfingar og endurkomu-til-vinnu stefnumörkun og kerfum, sem safnar saman góðum aðferðum frá allri Evrópu.
Um 1,6 milljónir fólks á vinnualdri greinast með krabbamein á hverju ári í Evrópu. Hinsvegar, samkvæmt rannsóknum sem kynntar eru í vinnusmiðju EU-OSHA um vinnutengt krabbamein, þó að það séu ráðstafanir fyrir stoðkerfisvandamál og streitutengd heilsufarsvandamál, þá eru færri aðlögunar ráðstafanir og endurkomu-til-vinnu ráðstafanir fyrir starfsfólk sem verður fyrir áhrifum krabbameins, þar með talið vinnutengds krabbameins.
Fleiri og fleiri af þeim sem læknast hafa af krabbameini snúa aftur til vinnu. Það er mikilvægt að auðvelda endurhæfingu þeirra, bæði fyrir velferð þessa viðkvæma hóps og til að draga úr tengdum félagslegum og efnahagslegum áhrifum. EU-OSHA hefur skoðað þetta mál og gefið út umsagnir um endurhæfingu og endurkomu til vinnu eftir krabbamein og ráðleggingar til fyrirtækja.
Endurhæfing og að snúa aftur til vinnu eftir krabbamein: Umsögn um útgefið efni
9 raundæmi um endurhæfingar/endurkomu til vinnu áætlanir