You are here

Öryggi og heilbrigði í ör- og smáfyrirtækjum

Safety and health in micro and small enterprises

Árið 2013 stóðu lítil og meðalstór fyrirtæki fyrir 99,8% allra fyrirtækja í Evrópusambandinu sem ekki starfa á fjármálasviði. Það jafngildir 21,6 milljónum fyrirtækja í ESB.

Lítil og meðalstór fyrirtæki samanstanda af þremur flokkum – ör-, smá- og meðalstór fyrirtæki. Í tilmælum framkvæmdastjórnarinnar 2003/361/EB frá 6. maí 2013 eru þau skilgreind með eftirfarandi hætti:

 • Meðalstórt fyrirtæki er með færri en 250 starfsmenn og ársveltu minni en 50 milljónir € og / eða efnahagsreikningur þeirra er minni en 45 milljónir €
 • Smáfyrirtæki er með færri en 50 starfsmenn og ársvelta eða efnahagsreikningur í heild fer ekki yfir 10 milljónir €
 • Örfyrirtæki er með færri en 10 starfsmenn og ársvelta eða efnahagsreikningur í heild fer ekki yfir 2 milljónir €

Að meðaltali eru lítil og meðalstór fyrirtæki í ESB með 4,22 einstaklinga í vinnu og því er langstærstur meirihluti (92,4%) fyrirtækjanna í ESB flokkaður sem örfyrirtæki. Örfyrirtækin standa undir 67,4% allra starfa í Evrópu svo að mikilvægi þeirra fyrir efnahag Evrópu er gríðarlegt.

Hvaða áskorunum standa ör- og smáfyrirtæki andspænis?

Vísbendingar sýna að starfsmenn lítilla fyrirtækja standa frammi fyrir auknum áhættum en starfsmenn stærri fyrirtækja og að smærri fyrirtæki eigi í auknum erfiðleikum með að stjórna áhættunum. Ýmiss konar rannsóknir, þar á meðal evrópska fyrirtækjakönnun EU-OSHA um nýjar og aðsteðjandi áhættur (ESENER) sýna að vandamál við meðhöndlun á vinnuverndarmálum verða sérstaklega þýðingarmikil eftir því sem fyrirtækin verða minni.

Tiltölulega lélega vinnuverndarstjórnun má rekja til sérstakra einkenna lítilla fyrirtækja eins og þátta er varða uppbyggingu og innviði vinnunnar og atvinnunnar, efnahagslegrar stöðu og viðskiptatengsla, fjölbreytileika í viðskiptum og sveigjanleika, reglur ná ekki auðveldlega yfir þau, viðhorf og hæfni eigenda og starfsmanna í slíkum litlum fyrirtækjum eða þá vegna skamms líftíma. Þessi einkenni gera ör- og smáfyrirtækjum erfiðara fyrir að skapa og viðhalda öruggu og heilbrigðu vinnuumhverfi.

Nokkrir aðrir þættir, sem hafa áhrif á vinnuverndarstjórnun í fyrirtækjunum í samanburði við stærri fyrirtæki, eru meðal annars:

 • Erfiðleikar við reglustjórnun þar sem þau eru venjulega misleit, landfræðilega dreifð og skorta sameiginlegt fyrirsvar. Fjármagnstakmarkanir sem þýðir að oft er skortur á úrræðum til að framkvæma öryggis- og heilbrigðisráðstafanir og íhlutanir eins og að greiða fyrir ráðgjöf á sviði heilbrigðis- og öryggismála, upplýsingar, tól og stjórnunarráðstafanir.
 • Færri úræði koma í veg fyrir framkvæmd á forvörnum.
 • Minni tími og orka er til staðar fyrir verkefni sem falla undir kjarnastarfsemi en oft á tíðum er öryggis- og heilbrigðisstjórnun talin þannig. Ekki er litið á góða vinnuvernd sem forgangsmál.
 • Áhættumat getur verið kostnaðarsamt og flókið í framkvæmd, einkum ef fyrirtæki skortir úrræði eða vinnuverndarþekkingu til að gera svo með skilvirkum hætti.
 • Það getur verið erfitt fyrir fyrirtæki sem efla eða framfylgja góðri vinnuvernd að ná beint til ör- og smáfyrirtækja.

 

Til þess að fræðast um þá þætti sem hvetja lítil fyrirtæki til þess að fjárfesta í vinnuvernd skal lesa eftirfarandi OSHWiki grein.  

Gott öryggi og heilbrigði eru góðar fréttir fyrir smá- og meðalstór fyrirtæki

Minna en helmingur nýrra ör- og smáfyrirtækja lifa lengur en í 5 ár og aðeins brot komast í kjarnahóp fyrirtækja með góða frammistöðu sem drífa nýsköpun í iðnaði og afköst. Ein rannsókn komst að því að meðal nýrra ör- og smáfyrirtækja í Bandaríkjunum, þeirra sem hurfu innan eins eða tveggja ára, var slysatíðni að meðaltali á vinnustöðum meira en tvöföld tíðni þeirra sem lifðu lengur en fimm ár.

Kostnaður við slys er sérstakt áhyggjuefni fyrir smáfyrirtæki vegna þess að þau standa fyrir 82% allra vinnuslysa og 90% allra banaslysa.

Áhrif alvarlegra vinnuverndarslysa getur verið hræðilegt fyrir lítil fyrirtæki:

 • Það er mun erfiðara fyrir ör- og smáfyrirtæki að ná sér eftir vinnuverndarslys.
 • Áhrifin eru meiri en á sambærileg stærri fyrirtæki
 • Ekki er hægt að skipta um helstu starfsmenn með auðveldum eða hröðum hætti
 • Skammtíma rof á rekstri getur leitt til missi viðskiptavina og mikilvægra samninga.
 • Alvarlegt slys getur leitt til fyrirtækjalokunar vegna beins kostnaðar við að taka á slysinu eða taps á samningum og/eða viðskiptavinum.
 • Jafnvel smáslys og veikindatilvik geta tvöfaldað veikindafjarvistir.

Tölfræði sem þessi sýnir að góð vinnuvernd er grundvallaratriði fyrir árangur og langvarandi rekstur slíkra ör- og smáfyrirtækja. ESENER könnun EU-OSHA sýndi fram á að jafnvel mjög lítil fyrirtæki geta sagt frá góðri vinnuverndarstjórnun í nokkrum Evrópusambandslöndum og atvinnugeirum. Það bendir til þess að ef hægt er að skapa hvetjandi umhverfi megi bæta vinnuverndarstjórnun í ör- og smáfyrirtækjum töluvert.

Skilvirk vinnuverndarstjórnun er ekki aðeins mjög mikilvæg til þess að bæta vellíðan starfsmanna heldur er tryggir hún líka að fyrirtæki og hagkerfi blómstri til langs tíma með því að lágmarka framleiðslutap af völdum slysa eða sjúkdóma.

Lesa skýrslu EU-OSHA Vinnuvernd og efnahagsleg frammistaða í litlum og meðalstórum fyrirtækjum: rýni 

EU-OSHA hjálpar ör- og smáfyrirtækjum við að leggja mat á áhættur á vinnustöðum

Viðeigandi áhættumat er lykillinn að heilbrigðum vinnustöðum. Þó getur framkvæmd áhættumats verið töluvert flókin, sérstaklega fyrir ör- og smáfyrirtæki þar sem þau skortir kannski úrræði og þekkingu til að framkvæma hana á árangursríkan hátt.

Gagnvirka áhættumatstól EU-OSHA á Netinu (OiRA) miðar að því að sigrast á þessu sem fyrsta verkefnið á vettvangi ESB til þess að hvetja evrópsk ör- og smáfyrirtæki (aðallega í gegnum aðildarríkin og aðila vinnumarkaðarins á vettvangi ESB og aðildarríkjanna) til þess að leggja mat á áhættur sínar.

OiRA kerfið býður upp á gerð auðveldra og ókeypis Nettóla sem geta hjálpað ör- og smáfyrirtækjum við að koma á þrepaskiptu áhættumatsferli – sem byrjar með auðkenningu og mati á áhættum vinnustaðarins yfir í ákvarðanatöku og innleiðingu á fyrirbyggjandi aðgerðum yfir í eftirlit og tilkynningar. Tólið er notað af atvinnugreinasamtökum (samtökum atvinnurekenda og launþega) og innlendum yfirvöldum (ráðuneytum, vinnueftirliti, vinnuverndarstofnunum, o.s.frv.) til þess að búa til áhættumatstól fyrir ákveðna geira sem beinast að smáum fyrirtækjum.

Frekari upplýsingar um OiRA má finna á vefsíðu verkefnisins og í tengdri grein á OSHWiki.

Ör- og smáfyrirtæki: Fáum betri innsýn

Í ljósi mikilvægis ör- og smáfyrirtækja í samfélaginu og efnahag Evrópusambandsins og þeirra vandamála, sem þessi fyrirtæki standa frammi fyrir þegar kemur að vinnuverndarstjórnun, stendur EU-OSHA fyrir verkefni til þriggja ára (2014-17) sem miðar að því að bæta vinnuvernd í ör- og smáfyrirtækjum í Evrópu. Verkefnið var falið hópi vísindamanna sem mynda „SESAME“ samtökin (Safe Small and Micro Enterprises).

Markmið verkefnisins er að bæta vinnuverndarstjórnun í ör- og smáfyrirtækjum í Evrópu með því að ná eftirfarandi markmiðum:

 • koma með rökstuddar tillögur fyrir stefnumótendur
 • greina góðar starfsvenjur í Evrópu og hjálpa til við þróun nýrra og núverandi tóla
 • stækka þekkingargrunninn um ákvörðunarþætti fyrir góðri vinnuvernd í ör- og smáfyrirtækjum.

Verkefninu er skipt í fjóra áfanga:

1. áfangi (2014-15) metur núverandi stöðu vinnuverndarmála í ör- og smáfyrirtækjum. Niðurstöðurnar eru kynntar í skýrslunni „Samhengi og fyrirkomulag vinnuverndar í ör- og smáfyrirtækjum í Evrópusambandinu“.

2. áfangi (2015-16) fjallar um sýn vinnustaða með því að framkvæma viðtöl augnliti til auglitis við eigendur/stjórnendur og starfsmenn ör- og smáfyrirtækja og kynna hana í greiningarskýrslu og landsskýrslum.

3. áfangi (2016-17) skoðar hvað geri stefnumál og góðar starfsvenjur skilvirkar og kannar hlutverk milliliða. Góðu starfsvenjurnar, sem greindar voru, eru taldar upp í skrá auk þess sem greiningarskýrslan og landsskýrslurnar kynna niðurstöður áfangans.

4. áfangi (2017) er þar sem síðasta greiningin er framkvæmd til þess að fá fram alhliða og rökstuddar niðurstöður fyrir verkefnið. Skýrsla dregur alla þætti fyrri áfanga saman og eru niðurstöðurnar birtar víða auk þess sem hagsmunaaðilar munu fjalla um þær á lokaráðstefnu.