Öryggi og heilbrigði í ör- og smáfyrirtækjum

Occupational safety and health in micro and small enterprises

Ör- og smáfyrirtæki (MSE) eru helstu drifkraftar hagvaxtar, nýsköpunar, atvinnu og félagslegar aðlögunar, og þau eru meginstoð ESB-hagkerfisins.

Vinnuvernd (OSH) er oft léleg hjá MSE, og starfsfólk þar á í meiri hættu á að lenda í slysum á vinnustað og eiga við lélega heilsu vegna vinnu að stríða. Vandamálið er í forgangi í vinnuverndaráætlununum á landsvísu, í Rammaáætlun Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í samhengi ESB stoðar félagslegra réttinda.

Víðtækt verkefni EU-OSHA „Umbætur á vinnuvernd í mjög litlum og litlum fyrirtækjum“ (2014-18) er ætlað að einangra helstu árangurs þætti, í tengslum við stefnur, úrræði og hagnýtar lausnir, til að bæta vinnuvernd í MSE í Evrópu.

Hvað segja rannsóknir okkur um vinnuvernd í MSE?

Fyrsti áfangi verkefnisins leiddi í ljós umfang vinnuverndaráskorana sem MSE standa frammi fyrir í Evrópu og suma þættina sem stuðla að lélegri vinnuverndarstjórnun í þessum fyrirtækjum. Umsögn um útgefið efni Samhengi og tilhögun vinnuverndar í mjög litlum og litlum fyrirtækjum í ESB bendir til „almenns og marghliða skorts á aðföngum“ sem veldur því að umtalsverður hluti MSE leggur stund á ranga viðskiptahætti. Lykil eigindi slíkra fyrirtækja eru léleg fjárhagsstaða; áhyggjur af fjárhagslegri afkomu; skortur á fjárfestingu í vinnuvernd; takmörkuð þekking, meðvitund og hæfi eigenda-stjórnenda; og viðhorf og forgangsröðun sem leggur ekki áherslu á vinnuvernd.

Vinnustaðasjónarhorn

Vinnuverndarviðhorf og -framkvæmd í MSE voru rannsökuð með 360 gráðu djúpviðtölum við bæði starfsfólk og eigendur-stjórnendur. Sum viðhorf sem oft sáust voru afturvirk nálgun við vinnuvernd; hugmyndin að „almenn skynsemi“ sé nógu góð vinnuverndarráðstöfun og trúin á að hættur „séu hluti af starfinu“. Engu að síður fundust einnig dæmi um góðar starfsvenjur.

Lestu skýrsluna Öryggi og heilbrigði í mjög litlum og litlum fyrirtækjum í ESB: Útsýnið frá vinnustaðnum.

Eru góðar starfsvenjur sem við getum byggt á fyrir hendi?

Það eru ýmiskonar dæmi frá allri Evrópu um árangursríkar vinnuverndarstefnur, ráðstafanir og verkfæri sem ná til vinnuverndar í MSE. Meira en 40 slíkum inngripum er lýst ítarlega í Öryggi og heilsa hjá ör- og smáfyrirtækjum í ESB: frá stefnu til framkvæmda — lýsing á góðum dæmum.

Góð dæmi voru rannsökuð nánar til að ákvarða „hvað virkar, fyrir hvern og í hvaða aðstæðum“, þ.m.t. víðtæka möguleika á jákvæðum áhrifum og flytjanleika.

Lestu skýrsluna Frá stefnu til framkvæmdar: stefnur, úrræði, áætlanir og aðgerðir sem styðja vinnuvernd hjá mjög litlum og litlum fyrirtækjum, sem rannsaka einnig upplifun vinnuverndarmilliliða sem vinna hjá MSE.

Hvernig tryggjum við að vinnuverndarstefna og -inngrip nái til MSE?

Heildarniðurstöður verkefnisins hafa verið greindar til að gefa áreiðanlegar ráðleggingar fyrir þróun árangursríkari áætlana og inngripa sem ætlað er að bæta vinnuvernd í MSE. Öryggi og heilbrigði í ör- og smáfyrirtækjum í ESB: Lokaskýrsla frá þriggja 3ja ára SESAME verkefninu bendir á mikilvægi:

  • Þátttöku allra helstu eftirlitsaðila;
  • þess að styrkja eftirlit;
  • Að bjóða upp á sjálfbærar lausnir sem er auðvelt að nota og flytja;
  • Betri samþættingu vinnuverndar inn í geira-sértæk þjálfunarkerfi;
  • Þátttöku verkalýðsfélaga og samtökum vinnuveitenda við þróun stefnumála sem geta náð til MES;
  • Betri tilhögun aðfangakeðju.

EU-OSHA aðstoðar MSE við að leggja mat á vinnustaðaáhættur

Viðeigandi áhættumat er lykillinn að heilbrigðum vinnustöðum. En framkvæmd áhættumats getur verið töluvert flókin, sérstaklega fyrir MSE, þar sem þau kann að skorta úrræði og þekkingu framkvæma hana á árangursríkan hátt.

Gagnvirkt áhættumat á netinu (OiRA) vettvangur EU-OSHA er ætlað að vinna bug á þessu. OiRA er fyrsta framtakið á ESB-vísu sem ætlað er að hvetja MSE (aðallega í gegnum aðildarríki og aðila vinnumarkaðarins á ESB- og aðildarríkjavísu) til að leggja mat á áhættu.

Til að læra meira um vinnuverndaráhættumat í MSE, skaltu skoða þessa tengdu OSHwiki grein.