Notar fyrirtækið þitt hættuleg efni? Ertu fullkomlega meðvituð/aður um lagaskyldur þínar? Rafræna tólið okkar fyrir hættuleg efni getur komið að gagni. Það er gagnvirkur leiðarvísir á netinu sem veitir vinnuveitendum nauðsynlega aðstoð og ráðgjöf til að stjórna hættulegum efnum með skilvirkum hætti á vinnustaðnum.
Eftir þeim upplýsingum, sem þú gefur upp, veitir það sérsniðnar og auðskildar upplýsingar um bakgrunn og hagnýta notkun, til dæmis varðandi áhættu, merkingar, löggjöf, forvarnir og miklu fleira. Rafræna tólið býr til skýrslu, sem miðast við aðstæður í fyrirtækinu þínu, um stjórnun hættulegra efna, þar á meðal ráðleggingar um úrbætur.