Orðskýringar

Frekari upplýsingar um heimildir og skilgreiningar á hugtökum á orðalistanum fyrir stafræna þróun má finna í þessari skrá

A

Affærni

Tap á nauðsynlegri færni og þekkingu til að sinna starfi vegna sjálfvæðingar.

Algrím

Sérskilgreint sett af fyrirmælum sem lýsa því hvernig tölva eða maður gæti framkvæmt aðgerð, verk eða ferli eða leyst vandamál.

Algrímastjórnun

Kerfi fyrir starfsmannahald þar sem einföld (þ.e. án „greindar“) algrím og stafræn tækni (þ.e. tæki til að fylgjast með starfsmönnum, tölvur eða andlitsgreiningarhugbúnaður) er notaður við mannauðsstjórnun með sjálfvirkum eða hálfsjálfvirkum hætti. Hún býður upp á leiðir til að sjálfvæða mikinn fjölda mannauðsstjórnunarverka (t.d. gerð tímaáætlana, vaktaáætlana og eftirlit með starfsmönnum með íklæðitækjum).
Mannauðsstjórnun á grundvelli gervigreindar felur í sér nauðsynlega greindarhermun til að taka á óvissu (t.d. mismunandi niðurstöður eftir breytingum í umhverfinu) þar sem algrímastjórnun er ákvarðandi í eðli sínu (þ.e. sömu upplýsingar veita alltaf sömu niðurstöðu).

Algrímskt gagnsæi

Algrímskt gagnsæi er sú meginregla að þættirnir sem hafa áhrif á virkni algrímsins og niðurstöður þeirra ættu að vera sýnilegir eða gagnsæir vinnuveitendum, stjórnmálamönnum og launþegaum, sem
nota, stjórnna og verða fyrir áhrifum af kerfum sem nota slík algrím. Það er nauðsynlegt að fulltrúar starfsmanna séu með í ráðum til að efla traut starfsmanna á kerfunum.

D

Djúpnám

Grein vélnáms sem notar (tilbúin) tauganet til að herma eftir mannsheilanum og bæta gervigreindarnámsgetu.

E

Eftirlit með starfsmönnum

Ágengari vöktun með starfsmönnum sem nær út fyrir vinnustaðinn og felur í sér aðgerðir eins og að fylgjast með póstum á samfélagsmiðlum og heimsóknum á vefsíður til að safna eins miklum upplýsingum um starfsmenn og hægt er. Eftirlit með starfsmönnum geta brotið gegn persónuverndarlöggjöf og persónulegum réttindum starfsmanna og getur leitt til streitu og andlegra sjúkdóma.

F

Fjarvinna

Fjarvinna er hvers kyns vinnufyrirkomulag til að vinna heiman frá sér eða almennt fjarri athafnasvæði vinnuveitanda eða á föstum stað. Í þessu samhengi er áherslan á fjarvinnu með aðstoð stafrænnar tækni (t.d. einkatölva, snjallsíma, fartölva, hugbúnaðarpakka og netsins).

Forspárlíkön sem byggja á gervigreind

Forspárlíkön, sem nota gervigreind við gagnagreiningu, til að spá fyrir um mismunandi þætti í tengslum við launþega eins og þá sem notaðir eru við greiningu á fólki. Þau má nota, til dæmis, til að spá fyrir um hvaða starfsmenn séu líklegastir til að yfirgefa fyrirtækið bráðlega vegna streitu eða kulnunar eða áhugaleysis og sem yfirmenn ættu því að gefa meiri gaum.

G

Gagnabjögun

Gagnabjögun á sér stað þegar gögn innihalda kerfisbundið tilteknar gerðir af villum sem sumir þættir í gagnasetti eru vegnir eftir í meira eða minna mæli og/eða sýndir en aðrir. Félags- og menningarlegir fordómar og trú forritara eða hugbúnaðarframleiðanda getur verið ástæðan fyrir því að kerfi safna og framleiða bjöguð gögn.

Gagnagreining

Ferli við að sækja upplýsingar og þekkingu úr gögnum með tölfræðilegri eða annarri tækni og verkfærum.

Gervigreind

Gervigreind vísar til kerfa sem sýna snjallhegðun með því að greina umhverfið og grípa til aðgerða – að nokkru leyti að sjálfsdáðum – til að ná tilteknum markmiðum. Kerfi, sem byggja á gervigreind, geta byggst eingöngu á hugbúnaði og starfað í sýndarheimum (t.d. raddstýrðir aðstoðarmenn, myndgreiningarhugbúnaður, leitarvélar, tal- og andlitsgreiningarkerfi) eða verið hluti af vélbúnaði (t.d. háþróuðum þjörkum, sjálfkeyrandi bílum, drónum eða hlutanetinu).

Gervigreind

Gervigreind vísar til kerfa sem sýna snjallhegðun með því að greina umhverfið og grípa til aðgerða – að nokkru leyti að sjálfsdáðum – til að ná tilteknum markmiðum. Kerfi, sem byggja á gervigreind, geta byggst eingöngu á hugbúnaði og starfað í sýndarheimum (t.d. raddstýrðir aðstoðarmenn, myndgreiningarhugbúnaður, leitarvélar, tal- og andlitsgreiningarkerfi) eða verið hluti af vélbúnaði (t.d. háþróuðum þjörkum, sjálfkeyrandi bílum, drónum eða hlutanetinu).

Greining á fólki eða vinnuafli

Mannauðsstjórnun á grundvelli gervigreindar til að bæta ákvarðanatöku um atriði er varða mannauðsmál. Hún notar stafræn verkfæri og gögn til að mæla, skýra og skilja frammistöðu starfsmanna.

H

Hálf- og alsjálfvirkar ákvarðanir

Hálf-sjálfvirk ákvarðanataka vísar til þess að mannlegar ákvarðanir eru studdar af niðurstöðum sjálfvirkra tölvualgríma (með gervigreind eða án gervigreindar) á meðan alsjálfvirk ákvarðanataka vísar til þess að tölvualgrímum er veitt sjálfstjórn til að taka ákvarðanir.

Háþróaðir þjarkar

Hugtakið háþróaðir þjarkar vísar til hönnunar, framleiðslu og notkunar á vélum, sem geta framkvæmt erfið og flókin verkefni með gervigreind, til að eiga í samskiptum við veröldina í kring um þá.

Hlutanetið

Hlutanetið er tölvu-áþreifanlegt kerfi þar sem sóttum upplýsingum er matað, í gegnum netið, til tölva til að safna upplýsingum um framleiðslu og vinnuferla og til að greina slík gögn með nákvæmni sem ekki á sér fordæmi. Það felur í sér að menn skapa „„gegnumsmeygan heim“ þar sem öll tæki... verða nettengd að fullu.“ Hlutanetið endurmótar samskipti okkar við raunheiminn með tækjum, sem eru samtengt í gegnum verkvang (t.d. skýið), og framkvæma aðgerðir, sem þau aðlaga, út frá inntaki og forritun.

Hreyfilýsing

Grein eðlisfræðinnar, sem þróaðist í hefðbundinni aflfræði, sem lýsir mögulegri rúmfræðilegri hreyfingu punkta, líkama (hluta) og líkamskerfa (hópar af hlutum) án þess að taka mið af þeim kröftum sem þar koma við sögu (þ.e. orsakir og afleiðingar hreyfinganna).

Hugbúnaður til að stjórna tengslum við viðskiptavini (CRM)

Stjórnun viðskiptavinatengsla (e. Customer Relationship Management - CRM), er samþætt stjórnunarupplýsingakerfi sem er notað til að skipuleggja, áætla og stjórna sölu- og forsölustarfsemi í fyrirtæki. CRM kerfi samanstanda af vélbúnaði, hugbúnaði og netverkfærum til að bæta eftirfylgni og samskipti við viðskiptavini.

Í

Íblöndunarframleiðsla

Additive manufacturing uses data, computer-aided-design (CAD) software or 3D object scanners to direct hardware to deposit material, layer upon layer, in precise geometric shapes. Eins og nafnið gefur til kynna bætir fjöllaga framleiðsla við efni til að búa til hlut. Þó að hugtakið
„þrívíddarprentun“ sé stundum notað til að vísa til fjöllaga framleiðslu er þar um að ræða undirflokk í fjöllaga framleiðslu.

Íklæðitæki

Íklæðitæki eru rafeindatæki með skynjurum og reiknigetu (t.d. snjallúr, gagnagleraugu eða önnur tæki með innbyggðum skynjurum eða kennum) sem hægt er að setja á mismunandi líkamshluta til að safna gögnum sem matað er inn í stafræn kerfi til úrvinnslu. Þau má nota til að greina lífeðlisfræðilegar og sálrænar upplýsingar eins og tilfinningar, svefn, hreyfingar, hjartslátt, líkamshita og blóðþrýsting með hugbúnaði sem annaðhvort er innsettur á tækið sjálft eða útvær tæki eins og snjallsíma sem tengdir eru skýinu.

I

Iðnaðarþjarki

Iðnaðarþjarki er sjálfstýrður, endurforritanlegur, fjölnota handlangari sem er forritanlegur fyrir þrjá eða fleiri ása og getur annaðhvort verið fastur eða hreyfanlegur.

L

Leikjavæðing

Leikjavæðing vísar til þess að færa hugmyndir og hugtök úr leikjum, eins og umbun fyrir áfangasigra yfir í vinnuumhverfi og vinnuferla til að stuðla að hegðun starfsmanna sem vinnuveitandinn æskir til að bæta að lokum skilvirkni og framleiðni. Hún getur stuðlað að samstarfi og samskiptum á milli teyma, dregið úr streitu og bætt almenna ánægju starfsmanna á vinnustaðnum.

Líkamlegt verk

Verk sem krefst einnar eða fleiri líkamlegrar aðgerðar til að ljúka því.

M

Mannauðsstjórnun á grundvelli gervigreindar

Vísar til mannauðsstjórnunarkerfa sem safna gögnum, oft í rauntíma, um vinnusvæðið, launþega og vinnu þeirra sem síðan er matað inn í gervigreindarlíkan sem tekur sjálfstæðar eða hálfsjálfstæðar ákvarðanir eða veitir þeim, sem taka ákvarðanir, upplýsingar í tengslum við spurningar um mannauðsmál.

Manngerving

Það að eigna ómannlegum fyrirbærum mannlega mynd tilfinningar eða fyrirætlanir (t.d. þjörkum).

Myndavélar til að fylgjast með athöfnum

Tvær gerðir eru til af myndavélum: einföld kerfi sem taka aðeins upp merki sem hægt er að geyma og/eða fylgjast með; og snjallkerfi sem nota algrím til að túlka gögn, til dæmis í tengslum við umhverfið og/eða hegðun.

N

Nálgunin maður-við- stjórn

Í nálguninni maður-við-stjórn þegar kemur að breytingu yfir í stafræna tækni er gervigreind og stafræn tækni til stuðnings en kemur ekki í staðinn fyrir mennska stjórnun og ákvarðanir eða upplýsingar, samráð og þátttöku starfsmanna. Ef hönnun, þróun og notkun stafrænna kerfa er gerð mannmiðuð að þá er hægt að nota þau til að styðja við starfsmenn á meðan manneskjur eru við stjórnvölinn.

Netöryggi

Verndun tölvukerfa og netkerfa gegn afhjúpun upplýsinga og þjófnaði eða skemmdum á vélbúnaði, hugbúnaði eða rafrænum gögnum þeirra ásamt truflunum eða rangri beiningu á þeirri þjónustu sem þau bjóða upp á.

Ný vinnuverndareftirlitskerfi

Ný vinnuverndareftirlitskerfi nota stafræna tækni til að safna og greina gögnfrá launþegum og/eða úr vinnuumhverfinu til að bera kennsl á hættur, leggja mat á áhættu, koma í veg fyrir og/eða lágmarka skaða og stuðla að vinnuvernd.

Ó

Ómannað loftkerfi

Ómönnuð loftkerfi „samanstanda af skrokki loftfarsins og orkugjafa, skynjurum loftfarsins, fjarstjórnanda, tölvu um borð og stjórntækjum loftfarsins. Skynjarar safna upplýsingum um umhverfi loftfarsins og stjórntækin stýra hreyfingum þess. Stjórnandinn getur fengið upplýsingar með því að horfa beint á loftfarið (flug í „sjónlínu“) eða með því að horfa á myndsendingu frá loftfarinu (flug í „með sjón fyrstu persónu“)“.

R

Rafaldskennsl (RFID)

RFID er „þráðlaus skynjaratækni sem byggir á því að greina rafsegulmerki [og] býr yfir þremur þáttum: loftneti eða spólu, sendiviðtæki (með afkóðara) og merkissvara (rafaldskenni). […] Loftnetið verður að senda frá sér útvarpsmerki svo hægt sé að virkja rafaldskennið og það lesi og skrifi gögn.“

S

Samskipti manna og þjarka

Samskipti manna og þjarka er rannsókn á samskiptum á milli fólks (notenda) og þjarka. Samskipti manna og þjarka eru fjölfagleg og koma sviðin samskipti manna og tölva, gervigreind, þjarkafræði, raddgreining og félagsvísindi (sálfræði, vitsmunavísindi, mannfræði og mannlegir þættir) við sögu í þeim.

Samstarfsþjarkur

Gerð þjarka sem hannaðir eru til að framkvæma verk í samstarfi við starfsmenn í iðnaðargreinum.

Sjálfvirkni

Notkun kerfa eða tækniferla til að til að gera tæki eða kerfi kleift að framkvæma (að hluta eða í heild) aðgerð sem var áður eða gat hugsanlega verið áður, framkvæmd (að hluta eða í heild) af mönnum.

Ský(ið)

Skýið er net fjartengdra netþjóna um allan heim sem eru tengdir og vinna saman í einu vistkerfi. Þessir netþjónar eru hannaðir til að geyma annaðhvort og halda utan um gögn, keyra hugbúnað eða veita efni eða þjónustu (t.d. myndbandsstreymi, vefpóst, skrifstofuhugbúnað eða samfélagsmiðla). Hægt er að nálgast skrár og gögn á netinu úr öllum nettengdum tækjum.

Skýjatölvuvinnsla

Skýjatölvuvinnsla er framboð á þjónustu í skýinu við æskingu (t.d. gagnageymslu, reikniafl) sem notandinn fær yfir netið.

Snjall persónulegur hlífðarbúnaður

Snjall persónulegur hlífðarbúnaður er síðasta verndarráðstöfunin sem notuð er til að vernda launþega gegn hættu og er hann notaður þegar ekki er hægt að koma í veg fyrir hættuna eða draga úr áhættunni með sameiginlegum eða skipulagsbundnum ráðstöfunum, hönnun eða viðhaldi – hann samanstendur af hefðbundnum fatnaði með snjallhlutum eins og skynjurum, nemum, gagnaflutningseiningum, rafhlöðum, snúrum.

Snjöll stafræn kerfi

Regnhlífarhugtak um stafræn kerfi til að vakta og bæta öryggi og heilbrigði launþega, þar á meðal snjall persónulegur hlífðarbúnaður (sem getur greint gas, eiturefni, hávaða og hættulegt hitastig), íklæðitæki (sem geta haft samskipti við launþega, með skynjurum sem geta verið innbyggðir í öryggishjálma eða öryggisgleraugu), hreyfanleg eða föst kerfi sem nota myndavélar og skynjara (t.d. drónar sem fara yfir á og vakta hættusvæði á vinnustöðum svo ekki þurfi að útsetja fólk fyrir hættu í byggingar- og námuiðnaði).

Stafræn verkvangavinna

Stafræn verkvangavinna er öll launuð vinna sem veitt er í gegnum verkvang á netinu eða miðlað af markaðstorgi á netinu og byggir á stafrænni tækni til að koma á jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli.

Stafrænir vinnuverkvangar

Netaðstaða eða markaðstorg, sem byggir á stafrænni tækni (þar á meðal notkun farsímaappa), sem eru í eigu og/eða rekin af fyrirtæki og stuðlar að því að koma jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnu sem framkvæmd er af aðila sem vinnur í gegnum verkvanginn. Dæmi verkvanga má nefna Uber, Glovo Wolt og Task Rabbit.

Starfsmannavöktun

Verklagið við að safna upplýsingum um starfsmenn eins og staðsetningu þeirra, líðan og núverandi verkefni með það að markmiði að fylgjast með afköstum, tryggja fylgni við stefnur fyrirtækisins en einnig til að greina heilsufarsvandamál og öryggisáhættu. Sagt er að starfsmannavöktun brjóti gegn persónuverndarlöggjöf og persónulegum réttindum launþega og geti valdið streitu og andlegum vandamálum.

Stórgögn

Gagnasett sem einkennast af magni (mjög stór), hraða (sívaxandi) og fjölbreytileika (á kerfisbundnu og ókerfisbundnu sniði eins og texta) sem oft eru notuð af gervigreindarvélum.

Sýndarveruleiki og viðbótarveruleiki

Sýndarveruleiki er tölvusviðsmynd sem hermir eftir upplifun í raunheimum á meðan viðbótarveruleiki blandar saman upplifun raunheima og tölvugerðu efni. Skilgreina má viðbótarveruleika sem
„gagntekningartækni sem máir út línurnar á milli raunveruleika og sýndarheimsins og bætir þannig samskipti notandans við umhverfi sitt. Í verki beina notendur viðbótarveruleika tækjunum sínum (snjallsímum, íklæðitækjum, o.s.frv.) í átt að tiltekinni mynd, sem er notuð og unnin til að skapa varpanir (tvívíðar eða þrívíðar) sem notandinn getur svo haft áhrif á.

T

Tileinka sér nýja færni

Ferlið við að öðlast/læra nýja færni.

Traust

Skilgreina má traust sem viðhorfið um að orsakavaldur [sjálfvirk tækni, þ.e. háþróaðir þjarkar] muni hjálpa til við að ná einstaklingsbundnu markmiði í aðstæðum sem einkennast af óvissu og varnarleysi.

V

Vélnám

Vélnám er grein gervigreindar sem fjallar um hvernig tölvur geti lært, vaxið og bætt sig með gögnum án mannlegrar íhlutunar.

Vitrænt verkefni

Verkefni sem krefst hugrænna ferla til að hægt sé að ljúka því líkt og ákvarðanatöku, mynstursgreiningu og verka sem byggja á tali eða tungumáli.

Viðbótarþjálfun

Ferlið við að öðlast/kenna viðbótarfærni.

Y

Ytri stoðgrindur

Ytri stoðgrindur eru íklæðitæki sem breyta innri eða ytri kröftum á líkamann og bæta þannig eða styðja við styrkleika notandans. Ýmiss konar áhætta er fyrir hendi fyrir starfsmenn, sem nota ytri stoðgrindur við vinnu sína (bæði virkar og óvirkar), ef þær eru notaðar með langvarandi hætti.