Evrópska vinnuverndarstofnunin afhendir kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur fyrir bestu vinnutengdu heimildarmyndina. Verðlaunin eru veitt sem flokkur mynda á Doclisboa heimildarmyndahátíðinni í Lissabon, Portúgal. Doclisboa er hluti af Doc Alliance – skapandi samstarfi á milli nokkurra evrópskra kvikmyndahátíða í flokki heimildarmynda. Frá 2009 til 2019 voru verðlaunin afhent á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Leipzig fyrir heimildar- og teiknimyndir.
Ásamt verðlaunafé sem nemur 5.000 evrum, fjármagnar Evrópska vinnuverndarstofnunin textun á vinningsmyndunum á fjölmörg evrópsk tungumál sem leikstjórarnir geta notað og dreifingu á meðal tengiliðanets (landsmiðstöðva) Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar í aðildarríkjum Evrópusambandsins og öðrum Evrópulöndum.
Með verðlaununum er heimildarmynd heiðruð sem beinist að manneskjunni í breytilegum heimi vinnunnar. Myndin ætti að takast á við áhrifin af pólitískum og efnahagslegum breytingum á atvinnu- og lifnaðarhætti okkar, eða á vinnutengd málefni svo sem líkamlegar eða sálfélagslegar aðstæður og nýjar og eldri hættur á vinnustöðum.
Upplýsingar um reglur, fyrirkomulag og skilafresti fyrir umsóknir er að finna á vefsíðu Doclisboa.
Verðlaunahafar: 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019, 2020, 2021, 2022, 2023, 2024