Kannanir og tölfræði um vinnuvernd

Hér finnur þú staðreyndir og tölur um vinnuverndarmál út frá niðurstöðum helstu Evrópuverkefna og Fyrirtækjakönnunar Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER) sem EU-OSHA stendur fyrir.

Niðurstöðurnar eru settar fram með notendavænum gagnabirtingartólum sem veita yfirlit yfir áhættustjórnun á vinnustöðum, vinnuaðstæður, lýðfræðilegar upplýsingar og stefnur og stefnumál á sviði vinnuverndar.

Við framkvæmum einnig skoðanakannanir til að skilja betur hvað fólki finnst um vinnuumhverfi sitt en niðurstöðurnar má finna fyrir neðan.

Öflun þessara staðreynda og talna er hornsteinninn í vinnu okkar en niðurstöðurnar hjálpa stefnumótendum og vísindamönnum við að bera kennsl á aðsteðjandi hættur.