Konur og vinnuvernd

Image
Women and health at work. Female worker at the workplace

Karlar og konur eru líffræðilega ekki eins (kynbundinn munur) og störfin sem þau sinna, vinnuaðstæður þeirra og hvernig þau eru meðhöndluð af samfélaginu er ekki það sama (kynbundinn munur).

Slíkur munur getur haft áhrif á hætturnar, sem menn og konur standa andspænis á vinnustöðum og hvernig eigi að leggja mat á og hafa stjórn á þeim. Það er af þessum ástæðum sem EU-OSHA rannsakar og eykur vitund um vinnuverndarmál sem konur standa frammi fyrir á vinnustöðum.

Munur sem getur haft áhrif á vinnuvernd

Það er munur sem getur haft áhrif á áhætturnar sem menn og konur standa andspænis. Kvenmenn:

  • Vinna í ákveðnum geirum og ákveðin gerð vinnu
  • Jafnvægi á milli skyldna heimilis og vinnu
  • Eru með of lágt hlutfall í stjórnendastöðum
  • Eru líkamlega frábrugðnar karlmönnum, þó að oft sé meiri munur á milli kvenna en á milli karla og kvenna, til dæmis í líkamlegum styrk.
  • Sinna störfum sem oft eru ranglega talin örugg og auðveld

Oft er þessi munur ekki viðurkenndur í framkvæmd á öryggis- og heilbrigðismálum. Það sem meira er að þá er vinnuálag og streitutengdar áhættur gegn konum á vinnustöðum oft vanmetnar. EU-OSHA miðar að því að benda á þennan mun og hjálpa til við að bæta vinnuvernd á sviðum sem hafa mest áhrif á konur.

Hvað geta atvinnurekendur gert

Kynbundin nálgun að vinnuvernd þýðir að viðurkenna og taka mið af muninum á milli karla og kvenna.

Atvinnurekendur geta:

  • Miðað að því að gera vinnuna öruggari og auðveldari fyrir alla.
  • Haft kynbundin málefni með í áhættumatinu
  • Skoðað þá raunverulegu vinnu, sem framkvæmd er, og forðast ályktanir um hver sé í áhættu og hvers vegna
  • Boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma
  • Haft konur með í ákvarðanatöku á sviði vinnuverndarmála

Þessi nálgun gagnast öllum starfsmönnum, ekki bara konum.

Lesa staðreyndablað EU-OSHA fyrir starfsmenn um kynbundin málefni og áhættumat.

Hlutverk EU-OSHA

Helsta markmiðið er að hjálpa til við að tryggja að kynbundin málefni séu höfð til hliðsjónar við stefnumótun og ákvarðanatöku á vinnustöðum á hjá Evrópusambandinu. EU-OSHA rannsakar kynbundnar áhættur og þróun með virkum hætti. Þar á meðal eru rannsóknir sem beinast að geirum þar sem konur vinna, eins og ræstingu, og áhættum sem konur standa sérstaklega frammi fyrir. Við samþættum — einnig — kynjamál við önnur rannsóknarsvið.

Við bjóðum upp á tól og ráð til þess að hjálpa atvinnurekendum við að auðkenna og framkvæma kynbundið áhættumat.

Sjá einnig rannsóknir EU-OSHA á nýjum áhættum og þróun á öryggi og heilbrigði kvenna á vinnustöðum og fræðast um leiðbeiningar um góða starfshætti og tól fyrir áhættumat.