Aðsteðjandi áhættur

Vinna og vinnustaðir taka stöðugum breytingum með nýrri tækni, efnum og vinnuferlum, breytingum á uppbyggingu vinnuaflsins og vinnumarkaðarins og nýrri vinnuumgjörð og skipulagi. Það getur leitt til nýrrar áhættu og áskoranna gegn öryggi og heilbrigði launþega. Það verður að gera ráð fyrir og vinna gegn slíkum hættum til að tryggja örugga og heilbrigða vinnustaði í framtíðinni.

Eitt af helstu markmiðum EU-OSHA er að bera kennsl á og bjóða upp á sannfærandi, vönduð gögn um þessar nýju og aðsteðjandi vinnuverndarhættur sem uppfylla þarfir stefnumótenda og rannsakenda og gera þeim kleift að grípa til skilvirkra aðgerða í tíma.

Að því marki safnar Evrópska áhættuathugunarstöðin og greinir gögn, byggir á rannsóknum og samráði við sérfræðinga um þróun og undirliggjandi þætti sem hafa áhrif á vinnustaði og öryggi og heilbrigði launþega. Hún gefur út umræðuskjöl, skýrslur, samantektir og myndrænt efni fyrir stefnumótendur, aðila vinnumarkaðarins, rannsakendur og milliliði á vinnustöðum innanlands og á vettvangi Evrópusambandsins í því skyni að veita þeim nauðsynlegar upplýsingar og tól til að taka með skilvirkum hætti á nýjum og aðsteðjandi áskorunum sem komið hafa í ljós.

Lokatakmarkið er að auka vitund um hvernig margskonar breytingar — tæknilegar, samfélagslegar, stjórnmálalegar og efnahagslegar — eru líklegar til að hafa áhrif á öryggi og heilbrigði launþega í Evrópu og hvetja til tímabærra forvarnar gegn vinnuverndaráskorunum framtíðarinnar til þess að tryggja að vinnustaðir morgundagsins verði öruggir og heilbrigðir.

Að bera kennsl á aðsteðjandi áhættur

Framsýni

EU-OSHA hefur staðið fyrir röð framsýnisverkefna sem er ætlað að leggja mat á hugsanleg áhrif nýrrar tækni, nýrra starfshátta, og samfélagslegra breytinga á heilbrigði og öryggi launþega. Markmið verkefnisins er ekki bara að bera kennsl á nýjar áhættur þegar þær koma í ljós heldur einnig að gera ráð fyrir breytingum sem gætu haft áhrif á öryggi og heilbrigði vinnustaða.

Framsýnisverkefni EU-OSHA byggir á fjölbreyttum aðferðum, þar á meðal rýni á útgefnu efni, samráði við sérfræðinga og sviðsmyndagerð. EU-OSHA stendur fyrir vinnusmiðjum til að safna þekkingu og hjálpa til við að kynna niðurstöður og örva umræður.

Þessari vinnu er ætlað að upplýsa stefnumótendur og hjálpa til við að forgangsraða aðgerðum og rannsóknum. Framsýnisrannsóknir geta haft mikilsverð áhrif á stefnumótun; til að mynda geta þær hjálpað stefnumótendum við að finna nýstárlegar lausnir og hvatt til stefnumótandi nálgunar til langs tíma.

Efni sem rannsóknirnar hafa þegar fjallað um eru græn störf, UT/stafrænt samfélag, hringhagkerfisins og loftslagsbreytingar.

Auk þess fjallar greinaskipt útgáfuröð um framtíð landbúnaðar og skógarhöggs um ný og aðsteðjandi tækifæri og áhættu. 

Umræðuskjöl sérfræðinga

EU-OSHA gefur út sérfræðirýnd rit til að efla umræður vinnuverndarsérfræðinga og stefnumótenda um framtíði starfa og aðsteðjandi mál á sviði öryggis og heilbrigði á vinnustöðum. Niðurstöður ritanna benda oft á hvar frekari rannsókna eða aðgerða sé þörf.

Efni sem ritin hafa þegar fjallað um eru meðal annars fjölvistun, þjarkar og frammistöðubætandi lyf, þrívíddarprentun, vöktunartækni og netsölugeirinn.

Skoða öll sérfræðirýnd rit um aðsteðjandi hættur