Nanóefnum stjórnað á vinnustöðum

Image
Nanomaterials. Worker in a laboratory handling nanomaterials

Nanóefni eru örsmáar agnir, ósýnilegar mannlegum augum. Samt sem áður eru þau til staðar dags daglega í venjulegum vörum eins og matvælum, snyrtivörum, raftækjum og lyfjum.

Sum nanóefni eru náttúruleg á meðan önnur eru hjáafurð mannlegrar starfsemi eða eru sérstaklega framleidd í ákveðnum tilgangi.  Þrátt fyrir að nanóefni hafi marga góða eiginleika eru stór göt í þekkingu okkar varðandi heilsufarshættur tengdum þeim.  Því þarf að sýna sérstaka aðgát í stjórnun þessara efna á meðan rannsóknir eru í gangi.

Hvað eru nanóefni?

Mörg fyrirtæki samtvinna í skilgreiningu sinni á nanóefnum þá staðreynd að þau eru efni sem innihalda agnir að ytri stærð, á einum stað eða fleiri, á milli 1-100 nanómetrar (nm). Lesa skilgreiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á nanóefnum.

Stærð nanóefna, sem eru allt að 10 000 smærri en mannahár, er sambærileg við atóm eða sameindir og fá þau nafn sitt af örsmárri uppbyggingu sinni (nanómetri er 10-9 af einum metra). Ekki bara vegna örsmárrar stærðar sinnar heldur einnig vegna annarra líkamlegra eða efnafræðilegra eiginleika, meðal annars, lögun og yfirborð, eru eiginleikar nanóefna frábrugðnir eiginleikum efna á stærri skala. 

Vegna þessa mismunar bjóða nanóefni upp og ný og spennandi tækifæri á sviðum eins og verkfræði, upplýsinga- og samskiptatækni, læknis- og lyfjafræði, svo að fátt eitt sé nefnt. Hins vegar bera þessi sömu einkenni, sem standa fyrir hinum einstöku eiginleikum nanóefna, einnig ábyrgð á áhrifum þeirra á heilbrigði manna og umhverfis. 

Hvar finnast nanóefni?

Nanóefni má finna í náttúrunni, til dæmis í losun eldfjalla, eða þau geta verið hjáafurðir mannlegra athafna, til dæmis í díselútblæstri eða tóbaksreyk.  En tilbúin nanóefni eru sérstaklega áhugaverð. Þau er þegar að finna í ýmiss konar vörum og efnum.

Sum slík nanóefni hafa verið notuð í áratugi, svo sem ókristallaður kísill, í steypu, dekkjum og fæðuvörum svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hafa einungis nýlega komið í ljós, svo sem nanó-títantvíoxíð sem UV-blokkari í málningu eða sólarvörn, nanó-silfur gegn örverum í vefnaði og efnum í lækningaskyni; eða kolefnananópípur, sem víða eru notaðar vegna aflfræðilegs styrk þeirra, léttrar þyngdar, hitadreifingareiginleika og rafleiðni í rafeindatækni, við orkugeymslu, í geimförum, ökutækjum og íþróttabúnaði. Nýjar kynslóðir af nanóefnum eru í hraðri þróun og er búist við því að markaðurinn fyrir þau fari vaxandi.

Hvaða heilbrigðis- og öryggisþættir tengdir nanóefnum valda áhyggjum?

Miklar áhyggjur eru uppi varðandi áhrif nanóefna á heilbrigði. Vísindanefnin fyrir aðsteðjandi og nýgreindar hættur gegn heilbrigði (SCENIHR) sýndi fram á að fjölmörg tilbúin nanóefni höfðu í för með sér hættur gegn heilbrigði. Hins vegar hafa ekki öll nanóefni endilega eituráhrif en nauðsynlegt er að nálgast hvert tilvik um sig á meðan rannsóknir eru í gangi.

Komið hefur í ljós að mikilvægustu áhrif nanóefna eru á lungu og eru meðal annars bólgur og vefjaskaði, bandvefsmyndun og æxlismyndun. Einnig kann hjarta- og æðakerfi að verða fyrir áhrifum. Sumar gerðir af kolefnananópípum geta haft í för með sér áhrif líkt og asbest. Ásamt lungum, hafa nanóefni fundist í öðrum líffærum og vefjum, meðal annars lifur, nýrum, hjarta, heila, beinagrind og mjúkvefjum.

Vegna smárrar stærðar sinnar og stórs yfirborðs, geta agnir af nanóefnum í duftformi valdið sprengihættu á meðan grófari efni gera það ekki.

Lesa umfjöllun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Gerðir og notkun nanóefna, þar á meðal öryggismál og umfjöllun EU-OSHA um útgefið efni „Nanóagnir á vinnustöðum

Hvernig getur maður orðið fyrir nanóefnum á vinnustöðum?

Starfsmenn kunna að komast í snertingu við nanóefni á framleiðslustigi. En margir fleiri starfsmenn kunna að komast í snertingu við nanóefni á mismunandi stigum aðfangakeðjunnar, þar sem starfsmenn vita jafnvel ekki að nanóefni séu til staðar; þar af leiðandi er ólíklegt að gripið hafi verið til fullnægjandi ráðstafana til þess að koma í veg fyrir váhrif. Lesa umfjöllun okkar um útgefið efni um áhættuskynjun og áhættusamskipti með hliðsjón af nanóefnum á vinnustöðum.

Því geta váhrif átt sér stað með ýmsum hætti á vinnustöðum þar sem nanóefni eru notuð, meðhöndluð eða unnin og þannig komast þau út í andrúmsloftið og fólk andar þeim að sér eða þau komast í snertingu við húðina; dæmi eru allt frá heilbrigðisþjónustu eða rannsóknarstofuvinnu, til viðhalds eða byggingarvinnu.

Fræðast frekar um váhrif nanóefna á vinnustöðum

Stýring á áhættum af völdum nanóefna á vinnustöðum

Löggjöf ESB um starfsmannavernd gildir um nanóefni þrátt fyrir að hún vísi ekki sérstaklega til þessara efna.  Sérstöku máli skiptir rammatilskipun 89/391/EEC, tilskipun um efnavalda 98/24/EC, og tilskipunin um krabbameins- og stökkbreytivalda 2004/37/EC, svo og löggjöf um kemísk efni (REACH og CLP). Það þýðir að atvinnurekendum ber skylda til þess að leggja mat á og hafa stjórn á áhættum af nanóefnum á vinnustöðum. Ef ekki er hægt að útrýma notkun og framleiðslu nanóefna eða skipta þeim út fyrir önnur efni og ferla, sem síður eru hættuleg, skal lágmarka váhrif þeirra gegn starfsmönnum með forvörnum með stigveldisstjórnun þar sem forgangur er veittur:

  1. ráðstöfunum fyrir tæknilega stjórnun við upptökin;
  2. skipulagsráðstöfunum;
  3. persónulegum hlífðarbúnaði, sem síðasta úrræði.

Þrátt fyrir að margt sé enn á huldu eru miklar áhyggjur uppi varðandi hættur af völdum nanóefna gegn heilbrigði og öryggi. Af þeim sökum skulu atvinnurekendur ásamt starfsmönnum beita varúðarnálgun við áhættustýringuna þegar kemur að vali á forvarnaraðgerðum.

Það getur verið erfitt að greina nanóefni, upptök þeirra og váhrifsstig; hins vegar eru leiðbeiningar og tól til staðar til þess að aðstoða við að stýra áhættum nanóefna á vinnustöðum.

Lesa nánari ráðgjöf EU-OSHA um hvernig eigi að stýra áhættum af nanóefnum í heilbrigðisgeiranum, og við viðhaldsvinnu. Önnur samtök hafa einnig búið til nytsamlegt upplýsingaefni, til dæmis um nanóefni í byggingariðnaðinum  og í húsgögnum, eða í rannsóknum og þróunarstarfi.

Uppgötvið hvernig önnur fyrirtæki hafa tekist á við nanóefni í Dæmum okkar um góðar starfsvenjur við stjórnun nanóefna á vinnustöðum.