You are here

Fyrirtækjaáætlun og vinnuáætlanir

Vinnuáætlanir byggja á fyrirtækjaáætlun EU-OSHA.

Gerð langtímastefnu

Núverandi stefna fyrirtækisins nær til áranna 2014-2020 og beinist hún að sex forgangssviðum:

  1. Breytingar séðar fyrir — með framsýnisverkefnum okkar
  2. Staðreyndir og tölur  — söfnun og miðlun upplýsinga til rannsakenda og stefnumótenda í gegnum ESENER og vinnuverndaryfirlit.
  3. Tól fyrir vinnuverndarstjórnun — aðallega í gegnum OiRA
  4. Vitundaraukningu á vinnuverndarmálum - í gegnum herferðirnar Vinnuvernd er allra hagur og aðra starfsemi til að auka vitund fólks
  5. Þekkingarmiðlun — aðallega með þróun OSHwiki
  6. Tengslamyndun

Frekari upplýsingar má fá með því að sækja Fyrirtækjastefnu EU-OSHA 2014–2020, sem er í samræmi við stefnumarkandi ramma framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um vinnuvernd 2014-2010.

Næsta ár skipulagt

Á hverju ári undirbýr framkvæmdastjóri EU-OSHA og framkvæmdarstjórnin samþykkir áætlanaskjöl þar sem áætlanir stofnunarinnar fyrir næstu þrjú ár eru að finna. Þar má finna upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi og markmið, sérstaklega fyrir árið framundan.

Áætlanaskjalið leggur skýr markmið og miðar að því að tryggja að stofnunin nýti úrræði og sambönd sín með sem bestum hætti. Sum mikilvægra aðgerðasvæða eru: viðbúnaður við breytingum, vitundarvakning og staðreyndir og tölur um vinnuverndarmál.

Til þess að skoða ársáætlanir fyrir síðustu ár skaltu fara áútgáfusíðuna okkar, þar sem þú getur líka skoðað ársskýrslurnar okkar og skýrslur um starfsár til þess að sjá hvernig við höfum staðið okkur.