Stofnanir Evrópusambandsins

Sem ein af dreifstýrðu stofnunum Evrópusambandsins er Vinnuverndarstofnun Evrópu sjálfstæð stofnun innan ESB í nánu sambandi, bæði formlegu og óformlegu við stofnanir ESB og margar aðrar skrifstofur Evrópusambandsins. Tengiskrifstofan í Brussel leikur mikilvægt hlutverk við að viðhalda þessum samböndum.

Vinnuverndarstofnun Evrópu veitir stofnunum ESB og aðildarríkjunum, aðilum vinnumarkaðarins og vinnuverndarsamfélaginu upplýsingar. Stofnanirnar eru meðal helstu notendur vara og þjónustu EU-OSHA.  Formleg sambönd eru meðal annars:

  1. Vinnuverndarstofnun Evrópu leikur lykilhlutverk í innleiðingu á stefnum ESB á sviði vinnuverndar og ber þar hæst stefnuramma Evrópusambandsins á sviði vinnuverndar.
  2. Í stjórn Vinnuverndarstofnunar Evrópu eru fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og áheyrnaraðili sem tilnefndur er af Evrópuþinginu.
  3. Fjárhagi Vinnuverndarstofnunar Evrópu er stjórnað með almennri fjárlagavinnu ESB.
  4. Fyrirkomulag ábyrgðar er með ýmiss konar hætti til að tryggja að reikningsskil Vinnuverndarstofnunar Evrópu til stofnananna um starfsemi sína séu heildstæð.

Óformleg sambönd eru einni fyrir hendi:

  1. Vinnuverndarstofnun Evrópu býður fulltrúum stofnananna að taka þátt í margvíslegum verkefnum og samstarfsnetum stofnunarinnar. Embættismenn framkvæmdastjórnar ESB eru í ráðgjafar- eða stýrihópum fyrir verkefnum Vinnuverndarstofnunarinnar. Ræðumönnum eða þátttakendum frá framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþinginu eða skrifstofum ESB er boðið á ráðstefnur Vinnuverndarstofnunarinnar.
  2. Vinnuverndarstofnun Evrópu starfar með stofnunum að verkefnum og viðburðum og vinnur með ráðinu að áætlunum forsætislandsins með því að veita sérfræðiþekkingu, ræðumenn, fundarstjóra eða aðra aðstoð á viðburðum forsætislandsins. Sameiginlegir viðburðir eru einnig haldnir með Evrópuþinginu.
  3. Vinnuverndarstofnun Evrópu tekur þátt í nefndum og samstarfsnetum stofnana ESB eins og ráðgjafarnefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um vinnuvernd (ACSH) og nefnd háttsettra vinnueftirlitsmanna (SLIC).
  4. Vinnuverndarstofnun Evrópu upplýsir og vinnur reglulega með formlega Samtali aðila vinnumarkaðarins og nefndum hans um skoðanaskipti á milli aðila vinnumarkaðarins.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

Evrópuþingið

  • Atvinnu- og félagsmálanefndin: Vinnuverndarstofnun Evrópu upplýsir nefndina reglulega um störf sín.  Nefndin fær tíðar upplýsingar um vinnuáætlun og störf EU-OSHA og ásamt viðvarandi samstarf við meðlimi Evrópuþingsins. 

Ráðherraráðið

  • Ráðherraráðið.  Vinnuverndarstofnun Evrópu vinnur kerfisbundið með ráðherraráði Evrópusambandsins, einkum í gegnum landsskrifstofur sínar og meðlimi þríhliða framkvæmdastjórnarinnar.  Stofnunin veitir einnig löndunum, sem fara með forsæti í ráðinu, aðstoð í gegnum landsskrifstofurnar sínar og í samstarfi við fastafulltrúa stofnunarinnar í Brussel hjá Evrópusambandinu.