Stofnanir Evrópusambandsins

Evrópska vinnuverndarstofnunin er sjálfstæð eining innan ESB. Stofnunin er hins vegar í nánu sambandi, bæði formlegu og óformlegu, við Evrópustofnanir og nátengdar sérstofnanir og viðheldur þessum tengslum í gegnum tengiskrifstofu í Brussel.

Formlegu sambandi við stofnanir ESB er viðhaldið á þrenna vegu:

  1. EU-OSHA veitir upplýsingar til stofnana ESB, aðildarríkja, aðila vinnumarkaðarins og aðila á sviði vinnuverndar. Stofnanir ESB eru meginnotandi þjónustu EU-OSHA.
  2. Evrópska vinnuverndarstofnunin heyrir m.a. undir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem gegnir mikilvægu hlutverki við innleiðingu vinnuáætlanir; og
  3. Evrópska vinnuverndarstofnunin er á heildarfjárlögum ESB og fjárhagsáætlun hennar er ákveðin í almennri fjárlagavinnu ESB.

Óformleg sambönd eru einnig til:

  1. EU-OSHA býður fulltrúum stofnanna að taka þátt í ýmsum verkefnum og tengslanetum. Fulltrúar framkvæmdastjórnarinnar sinna oft ráðgjafastarfi og sitja í stýrinefndum stofnunarinnar. Fyrirlesurum eða þátttakendum úr framkvæmdastjórninni, Evrópuþinginu eða öðrum stofnunum ESB er boðið á ráðstefnur Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar.
  2. EU-OSHA á í samstarfi við stofnanir um verkefni og viðburði og starfar auk þess að áætlunum leiðtogaráðsins þar sem hún leggur til sérfræðinga og eða annars konar stuðning við viðburði ráðsins. Sameiginlegir viðburðir eru líka skipulagðir í samstarfi við Evrópuþingið; og
  3. EU-OSHA er þátttakandi í nefndarstarfi Evrópustofnana og samtökum, t.d. ráðgjafanefnd framkvæmdastjórnarinnar um vinnuvernd og nefnd háttsettra vinnueftirlitsmanna.
  4. Evrópska vinnuverndarstofnunin upplýsir og vinnur í samstarfi við viðræðunefndir aðila evrópska vinnumarkaðarins og viðræðunefndir atvinnugreina.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

Evrópuþingið

Ráð Evrópusambandsins