You are here

Góð vinnuvernd er góð fyrir viðskiptin

Benefits of OSH. Worker checking a document with statistics

Á erfiðum efnahagstímum er mikilvægt að hafa í huga að slæmt vinnuöryggi og -heilsa kostar peninga. Það sem meira er að þá hafa rannsóknir sýnt að góð vinnuverndarstjórnun í fyrirtækjum tengist bættum afköstum og arðsemi.

Allir, allt frá einstökum starfsmönnum yfir í innlendu heilbrigðiskerfin tapa á því þegar engu er skeytt um vinnuvernd. En það þýðir að allir geta haft hag af betri stefnum og starfsvenjum.

Lönd með lélegt vinnuöryggi og heilbrigðiskerfi nota mikilvæg úrræði við að takast á við slys og sjúkdóma sem má forðast. Kraftmikil innlend stefna leiðir til ýmiss konar ávinnings eins og:

 • aukinnar framleiðslu vegna færri veikindafjarvista
 • minni heilbrigðiskostnaðar
 • eldri launþegar eru lengur á vinnumarkaði
 • örvunar á skilvirkari starfsaðferðum og -tækni
 • minnkunar á fjölda fólks sem þarf að draga úr vinnutíma til þess að annast fjölskyldumeðlimi

Kostnaður vinnutengdra meiðsla, sjúkdóma og dauðsfalla

Hvaða efnahagslegu áhrif hefur bæði góð og slæm vinnuverndarstjórnun í för með sér? Það er mjög mikilvægt að stefnumótendur, vísindamenn og milliliðir átti sig á svarinu við spurningunni en til þess þarf haldgóðar upplýsingar. EU-OSHA leggur því áherslu á að taka á þeirri þörf í tvíþætta yfirlitsverkefninu „Kostnaður og ávinningur vinnuverndar“, sem miðar að því að búa til hagfræðilegt kostnaðarlíkan til að búa til áreiðanlegt mat á kostnaðinum.

1. áfangi: víðtæk rannsókn til að greina og leggja mat á fyrirliggjandi gögn í öllum aðildarríkjunum sem hægt er að nota til að búa til líkan til að reikna út kostnað.

Útkoma: yfirlitsskýrsla um fyrirliggjandi gögn og gæði þeirra (2017).

Áfangi 2a: gerð hagfræðilegs kostnaðaráætlunarlíkans sem byggir á alþjóðlegum fyrirliggjandi gögnum (í samstarfi við ILO, Finnland og Singapúr).

Útkoma: skýrsla um þróun áætlunarlíkansins (2017).

Áfangi 2b: gerð háþróaðs hagfræðilegs kostnaðarlíkan sem byggir á innlendum gögnum.

Útkoma: skýrsla um gerð háþróaða líkansins (2018).

Verkefnið felur einnig í sér málstofu fyrir hagsmunaaðila til þess að ræða skírskotun líkansins fyrir stefnumótun og framkvæmd vinnuverndarmála 2018 og frekari miðlunar og mats árið 2019. Einnig verður boðið upp gagnabirtingartól og upplýsingagrafík sem auðveldar aðgengi að og mat á gögnunum.

Ávinningurinn fyrir fyrirtæki

Lélegt öryggi og heilsa kostar fyrirtækin ekki aðeins peninga heldur getur góð vinnuvernd af sér arð. Fyrirtæki með betri öryggis- og heilbrigðisstaðla eru árangursríkari og sjálfbærari.

Rannsóknir áætla að fyrir hverja evru sem fjárfest er í vinnuverndarmálum, skili 2,2 evrur sér til baka og að hlutfallið á milli kostnaðar og ávinnings við úrbætur á öryggis- og heilbrigðismálum sé hagfellt.

Efnahagslegur ávinningur af góðri vinnuvernd fyrir stór sem smá fyrirtæki er mikill. Til þess að gefa nokkur dæmi, gott öryggi og heilbrigði á vinnustöðum:

 • bætir afköst starfsmanna
 • minnkar fjarvistir
 • dregur úr bótagreiðslum
 • uppfyllir kröfur verktaka í opinbera og einkarekna geiranum

Aðgerðir geta haft í för með sér mikilsháttar ávinning fyrir fyrirtækið þitt. Frekari upplýsingar um úrbætur og áhættustjórnun má finna hérna .

Efnahagslegir hvatar

Í Evrópu hefur áætlunum verið komið á fót til þess að verðlauna fyrirtæki með fjárhagslegum hætti fyrir örugga og heilbrigða vinnustaði. Þær eru meðal annars:

 • lægri tryggingakostnaður
 • skattaafsláttur
 • ríkisstyrkir

Eitt dæmi er þýski sláturhúsageirinn. Þátttökufyrirtækin fengu lækkun á iðgjöldum ef þau efldu öryggið, til dæmis með því að kaupa öruggari hnífa, eða veita bílstjórum þjálfun í öryggi.

Áætlunin leiddi til:

 • 1 000 færri tilkynningar um slys í geiranum á ári í Þýskalandi
 • minnkun á kostnaði upp á 40 milljónir evra á sex árum
 • sparnaður á 4.81 evru fyrir hverja evru sem fjárfest var

Fyrir tryggingafyrirtækin getur tilboð um svona áætlanir aðstoðað við að draga úr fjölda,alvarleika og kostnaði bótakrafna.

Frekari upplýsingar um efnahagslega hvata og hvernig kynna má þá til sögunnar:

Önnur úrræði: 
YouTube
Business benefits of health and safety
Economic incentives for investing in health and safety