Vanheilsa greind með heilsueftirliti

Tiltekin váhrif á vinnustaðnum og heilsufarsáhrif sem tengjast þeim er hægt að greina og vakta í gegnum vinnutengt heilsueftirlit og skimun, með því að nota:

  • læknisfræðilega heilsufarsskoðun sem er sniðin að váhrifunum og aðstæðunum á vinnustaðnum
  • líffræðileg próf (þar með talið lífvöktun) fyrir tilteknar vísbendingar um hættu.

Einungis ætti að setja upp áætlanir um heilsueftirlit ef þær bæta varnir og forvarnir gegn hættum og uppfylla fjórar forsendur: þörf, mikilvægi, vísindalegt gildi og árangur. Þær eru venjulega skipulagðar af heilbrigðisþjónustu fyrir vinnustaði. Alþjóðlega nefndin um siðareglur varðandi heilbrigði starfsmanna tilgreinir siðfræðilega viðmiðun fyrir heilsueftirlit.

Sumar evrópskar tilskipanir og hlutar af innlendri löggjöf tilgreina innihaldið og aðferðafræðina við heilsueftirlit fyrir tiltekna þætti. Skýrslur verður að geyma og upplýsa skal starfsfólk um niðurstöðurnar. Hinsvegar, þar sem þessar upplýsingar eru trúnaðarmál, þá er atvinnurekandinn aðeins upplýstur um hæfni starfsfólks til vinnu og hvaða ráðstafana þarf að grípa til á vinnustaðnum.

Skilyrðin fyrir því að gera vöktunar- og heilsueftirlitsgögn aðgengileg og hinar sérstöku reglur um að geyma skýrslur eru tilgreindar í tilskipununum. Til dæmis tilgreinirtilskipun um krabbameinsvalda og stökkbreytivaldaað skýrslur verði að geyma í 40 ár.