Könnun á útsetningu starfsmanna fyrir áhættuþáttum krabbameins í Evrópu

Þar sem áætlað er að krabbamein sé valdur á 53% allra dauðsfalla í starfi innan ESB og öðrum þróuðum ríkjum, eru áreiðanlegar upplýsingar um áhættuþætti krabbameins á vinnustað bæði nauðsynlegar fyrir öryggi og heilsu starfsmanna og eins mikilvægar fyrir afkastamikið og sjálfbært hagkerfi.

EU-OSHA stefnir að því að hrinda í framkvæmd Könnun á útsetningu starfsmanna fyrir áhættuþáttum krabbameins í Evrópu til að greina betur áhættuþætti sem eru ábyrgir fyrir flestum váhrifsaðstæðum. Í könnuninni er einnig horft til algengustu váhrifsaðstæða og fjölda og einkenni starfsmanna sem eru útsettir fyrir margvíslegum krabbameinsáhættuþáttum, þar með talið asbest, bensen, króm, díselútblástur, nikkel, kísil ryk, UV geislun, viðarryk og fleira. Markmiðið með könnuninni er að betrumbæta vitundarherferðir og forvarnaraðgerðir, og stuðla að gagnreyndri stefnumótun.

Hagkvæmniathugun á könnun til að meta váhrif starfsmanna vegna krabbameinsvaldandi efna, byggð á vel heppnaðri könnun frá Ástralíu, lauk árið 2017. Undirbúningsvinna til að meta umfangið í löndunum þar sem könnunin verður fyrst gerð, ásamt því að hefja fyrstu skref til undirbúnings aðferðafræðinnar og aðlögunar ástralska líkansins að evrópsku samhengi, hefst árið 2020.

Lesa verkyfirlit nýju könnunarinnar

Árin 2021 og 2022 verður könnunin þróuð og framkvæmd, en áætlað er að birta fyrstu niðurstöðuna árið 2023. Að loknu mati árið 2024 verða teknar ákvarðanir um að víkka könnunina út til fleiri landa og að bæta við áhættuþáttum.