Verkfærakista fyrir vinnuverndarherferðir

OSH Campaign Toolkit

Vinnuverndarstofnun Evrópu hefur búið til verkfærakistu fyrir vinnuverndarherferðir, sérstaka vefsíðu til þess að bjóða upp á leiðbeiningar, lið fyrir lið, við undirbúning og framkvæmd á áhrifaríkum kynningarherferðum á sviði vinnuverndarmála, án tillits til þess hversu stórt fyrirtækið þitt er.

Hún er auðveld í notkun og inniheldur alla nauðsynlega ráðgjöf til þess að standa að herferð.

Hvernig á að nota hana?

Verkfærakistan aðstoðar við að undirbúa herferð og ákvarða:

  • Skilaboð
  • Markhóp
  • Landfræðilega dreifingu
  • Fjárhagsáætlun og fleira

En þetta eru ekki strangar reglur til að fylgja. Í staðinn veitir verkfærakistan ráðleggingar, sem velja má úr, og aðlaga svo að þær henti hverju fyrirtæki og einstökum kringumstæðum.

Tól og dæmi

Verkfærakistan bendir á úrræði til þess að hjálpa til við að gera herferðina árangursríka, þar á meðal tól fyrir:

  • Samskipti við fjölmiðla
  • Auglýsing
  • Viðburðir

Hún býður upp á ráð og brellur og veitir dæmi úr raunheimum um notkun þeirra.