Verkfærakista fyrir vinnuverndarherferðir

Image
OSH Campaign Toolkit

„Verkfærakista EU-OSHA á Netinu fyrir vinnuverndarherferðir“ býður upp á hagnýt ráð hvernig eigi að undirbúa og framkvæma árangursríkar vinnuverndarherferðir og inniheldur hagnýt dæmi um ýmiss konar samskiptatól með ábendingum og ráðum um notkun þeirra.

Vinnuverndarstofnun Evrópu hefur búið til verkfærakistu fyrir vinnuverndarherferðir, sérstaka vefsíðu til þess að bjóða upp á leiðbeiningar, lið fyrir lið, við undirbúning og framkvæmd á áhrifaríkum kynningarherferðum á sviði vinnuverndarmála, án tillits til þess hversu stórt fyrirtækið þitt er.

Hún er auðveld í notkun og inniheldur alla nauðsynlega ráðgjöf til þess að standa að herferð.

Hvernig á að nota hana?

Verkfærakistan aðstoðar við að undirbúa herferð og ákvarða:

  • Skilaboð
  • Markhóp
  • Landfræðilega dreifingu
  • Fjárhagsáætlun og fleira

En þetta eru ekki strangar reglur til að fylgja. Í staðinn veitir verkfærakistan ráðleggingar, sem velja má úr, og aðlaga svo að þær henti hverju fyrirtæki og einstökum kringumstæðum.

Tól og dæmi

Verkfærakistan bendir á úrræði til þess að hjálpa til við að gera herferðina árangursríka, þar á meðal tól fyrir:

  • Samskipti við fjölmiðla
  • Auglýsing
  • Viðburðir

Hún býður upp á ráð og brellur og veitir dæmi úr raunheimum um notkun þeirra.