You are here

Stjórnun EU-OSHA

Governance of EU-OSHA

EU-OSHA er þrískipt stofnun sem hefur einsett sér að beita góðum stjórnháttum. Góðir stjórnhættir fela í sér fjölda þátta eins og hreinskilni og viðbrögð, gagnsæi, reglufylgni, árangur, skilvirkni og að standa skil á gjörðum sínum.

Sem stofnun ESB leikur stjórn og skrifstofa ásamt framkvæmdastjóranum lykilhlutverk við að framkvæma meginreglurnar um góða stjórnhætti.

Hvers vegna skipta stjórnhættir máli

Góðir stjórnhættir tryggja að starfsemi stofnunarinnar endurspegli víðari hagsmuni, uppfylli væntingar hagsmunaaðila og séu viðeigandi fyrir þá sem koma við sögu. Þeir tryggja að úthlutun mannauðs og fjármagns til að ná markmiðum sé framkvæmd með árangursríkum og skilvirkum hætti. Með því að bæta gagnsæi stuðla góðir stjórnhættir að ábyrgð gagnvart hagsmunaaðilum og borgurum ESB.

Eftirfarandi kaflar lýsa því hvernig EU-OSHA stuðlar að góðum stjórnháttum.

Helstu stefnumótendur

Framkvæmdastjóri: Stjórnin tilnefnir framkvæmdastjórann í samræmi við stofnreglugerðina. Skipunartími er fimm ár og má endurnýja hann einu sinni.

Núverandi framkvæmdastjóri er dr. Christa Sedlatschek. Hún ber ábyrgð á stjórnun stofnunarinnar með aðstoðháttsettra starfsmanna, og ber ábyrgð gagnvart stjórninni.

Stjórn: Stjórnin ákvarðar stefnu stofnunarinnar og markmið og lætur framkvæmdastjórann standa skil á verkum sínum. Í henni eru fulltrúar:

  • Stjórnvalda
  • Atvinnurekenda
  • Starfsmanna
  • Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Hlutverk stjórnarformannsins skiptist á milli fulltrúa hagsmunahópa stjórnvalda, atvinnurekenda og starfsmanna.

Framkvæmdastjórn: Þetta er smærri stýrihópur með meðlimum úr stjórninni. Hún fylgist með undirbúningi og framkvæmd á ákvörðunum stjórnarinnar.

Ráðgjafarhópar veita stofnuninni leiðbeiningar við stefnumörkun og viðbrögð við vinnu okkar. Meðlimir eru tilnefndir af EU-OSHA og stjórninni en meðal þeirra eru einstaklingar úr starfsmanna- og atvinnurekendahópunum og stjórnvöldum.

Stuðlað að gagnsæi og ábyrgð

Gagnsæi er forkrafa fyrir ábyrgð.

Til að tryggja gegnsæi gerir Stofnunin lykilskjöl aðgengileg almenningi. Þar eru meðtalin Meginstefna stofnunarinnar, áætlanaskjöl og aðgerðaskýrslur, árlegar fjárhagsáætlanir, reikningar og skýrslur frá Endurskoðunarréttinum.

Framkvæmdastjórinn, háttsett starfsfólk og stjórnin þurfa að gera grein fyrir hagsmunum sínum (Lesa stefnu EU-OSHA um hagsmunaárekstra). Fundargerðir funda stjórnarinnar eru opinberar almenningi.

Fjöldi ráðstafana varðandi ábyrgð eru til staðar.

Sem heimildargjafi, þarf framkvæmdastjórinn að fá heimild fyrir framkvæmd á fjárhagsáætluninni hjá Evrópuþinginu eftir tilmæli frá ráðinu.

Stjórnin spilar einnig stórt hlutverk með því að gefa álit á árlegri aðgerðarskýrslu forstjórans og á ársreikningum og með því að innleiða ársskýrslu Stofnunarinnar. Enn fremur tekur Stjórnin ákvarðanir um ráðningu og framlengingu samnings Forstjórans. Stjórnin innleiðir einnig meginstefnu stofnunarinnar, áætlanaskjöl og árlegar fjárhagsáætlanir.

Stofnunin treystir á sett innri eftirlitsstaðla til þess að ná markmiðum sínum. Niðurstaða þess er að stofnunin kom á fót skipulagi og innri eftirlitskerfum í samræmi við staðlana og áhættuumhverfið sem hún starfar í.

Sem hluti af innri eftirlitskerfunum til að tryggja lögmæti og reglufylgni hefur stofnunin innleitt sérstakar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir og upplýsa um sviksamlega hegðun, þar á meðal stefnu gegn svikum.

Innra og ytra eftirlit er framkvæmt hjá EU-OSHA þar sem veitt eru sjálfstæð ráð, álit og tilmæli um gæði og virkni innri eftirlitskerfanna og á fylgni stofnunarinnar við fjárhags- og aðrar reglur Evrópusambandsins.

Stjórnin samþykkti Evrópsku siðareglurnar fyrir góða stjórnsýslu.

Sjá samsetningu stjórnarinnar og framkvæmdastjórnarinnar til þess að fræðast meira um hlutverk þeirra.