Vinnutengdir sjúkdómar vegna líffræðilegra efna

Líffræðileg efni eru þekkt fyrir að valda heilsufarsvandamálum. Samkvæmt Evrópukönnuninni um vinnuaðstæður 2015, þá verður aukið hlutfall evrópskra starfsmanna (13%, sem er 1,5 sinnum fleiri en 10 árum fyrr) útsettir fyrir smitberum í vinnu. Líffræðileg efni ná yfir veirur, bakteríur, sveppi og sníkjudýr, og þau geta valdið heilsufarsvandamálum annaðhvort beint eða í gegnum útsetningu fyrir tengdum ofnæmisvöldum eða eiturefnum.

Vinnutengd útsetning fyrir frá líffræðilegum efnum getur tengst ýmsum heilsufarsvandamálum, þar með talið smitsjúkdómum, krabbameini og ofnæmi. Sum líffræðileg efni geta einnig skaðað ófædd börn.

Starfsfólk í vissum atvinnugreinum, svo sem í heilbrigðisþjónustu og dýralækningum, landbúnaði, fráveitustjórnun og rannsóknarstofum, eru í sérstakri hættu. Þetta starfsfólk kann að vinna með örverur með beinum hætti eða verið útsett fyrir þeim í gegnum snertingu, t.d., við líkamsvessa eða jarðveg. Ef uppspretta útsetningar fyrir líffræðileg efni er þekkt, þá er tiltölulega auðvelt að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á heilsu. Áhættustjórnum á óþekktum uppsprettum útsetningar er mun erfiðari viðfangs.

EU-OSHA leggur fram lesefni um þetta efni:

Líffræðilegir áhrifavaldar og vinnutengdir sjúkdómar: niðurstöður úr útgefnu efni, könnun á meðal sérfræðinga og greining á eftirlitskerfum: Skýrsla og yfirlit

Umræðublöð um atvinnugreinar þar sem áhætta á útsetningu fyrir líffræðilegum efnum er mikil: heilbrigðisþjónustastörf sem fela í sér ferðalög og snertingu við ferðamennstörf í tengslum við dýr; úrgangsstjórnun og hreinsun á frárennslisvatni; og akuryrkja.