Samantekt - Líffræðilegir áhrifavaldar og forvarnir gegn vinnutengdum sjúkdómum: rýni

Keywords:

Þessi skýrsla er lokaafurðin í stóru verkefni um útsetningu fyrir líffræðilegum áhrifavöldum á vinnustöðum og áhrif þeirra á heilsufar. Rannsóknin fólk meðal annars í sér rýni á útgefnu efni, viðtölum við sérfræðinga, fundum með rýnihópum og vinnusmiðju með hagsmunaaðilum. Skýrslan inniheldur samantekt á niðurstöðum verkefnisins í heild út frá mikilvægum þemum, sem greindust við rýnina, eins og áhyggjugeirum, berskjölduðum hópum, aðsteðjandi áhættu og vöktunarkerfum í Evrópulöndum.

Nú um stundir höfum við enga kerfisbundna nálgun til að koma í veg fyrir útsetningu fyrir líffræðilegum áhrifavöldum á vinnustöðum og greiningu á tengdum heilsufarsvandamálum. Með greiningu á núverandi þekkingu á þessum áhættuþáttum, gagnaeyðum og tillögum um stefnukosti framtíðarinnar miðar skýrslan að því að auka vitund um málið og bjóða upp á áreiðanlegar upplýsingar sem geta stutt við forvarnaraðgerðir.

Sækja in: en | fr | mt | nl | sl |