Samþætting vinnuverndar við menntun þýðir að gera hana með kerfisbundnum hætti að hluta kennslustunda. Í fullkomnum heimi verður hún hluti af daglegu lífi nemenda, foreldra og starfsmanna.
Ef börn byrja að læra um öryggi og heilbrigði um leið og þau læra að lesa og skrifa verður það náttúrulegur hluti af vinnu þeirra, leik og lífi. Þau þróa með sér gott viðhorf í garð öryggis og heilbrigðis sem fylgir þeim út starfsævina.
Byrjaðu ungur, vertu öruggur: árangursrík vinnuverndarfræðsla
Best er að samþætta vinnuvernd við einstakar námsgreinar í stað þess að kenna hana sem sjálfstætt efni. Virknibyggt nám og dæmi úr raunveruleikanum munu hjálpa til við að koma skilaboðunum á framfæri við börn og ungt fólk. Hægt er að endurtaka helstu skilaboð með mismunandi hætti hjá mismunandi aldurshópum, hvort sem um er að ræða í grunnskólum eða iðnskólum.
Besta módelið er heilskólanálgunin. Samþætting vinnuverndar við frekari menntun er erfiðara og ekki eins þróað, einkum í háskólum. Hins vegar gildir sama módelið um „heilskólann“. Samstarf og samvinna við vinnuverndaryfirvöld eru helstu þættirnir fyrir árangursríkri samþættingu.
Samþætting vinnuverndar við skólalíf
Heilskólanálgunin sameinar menntun og skólastjórnun. Nemendur og starfsmenn vinna saman að því að gera skólann að öruggari og heilbrigðari stað til að vinna og læra á í gegnum:
- Áhættufræðslu og vinnuverndarstjórnun, t.d. hafa nemendur með í að finna hættur
- Heilbrigðisfræðslu og eflingu, t.d. verkefnin heilbrigðir skólar
- Efla virðingu og reisn gagnvart öllum, t.d herferðir gegn einelti
- Umhyggja fyrir umhverfinu, t.d. endurnotkun og endurvinnsla
Ábendingar fyrir árangursríka samþættingu
Við vitum frá raundæmum hvað hjálpar til við að láta heilskólanálgunina virka:
- Forysta frá yfirkennara til þess að hvetja áfram starfsfólk og nemendur
- Láta nemendur, foreldra og starfsmenn taka þátt
- Veita hagnýtan stuðning og tól; úrræðið
Napó fyrir kennara
hefur reynst gagnlegt í þeim efnum - Þjálfun fyrir kennara
- Samstarf á milli skóla
- Samstarf á milli vinnuverndar- og fræðsluyfirvalda
- Með hagnýtri hugsun og tengja áhættufræðslu við námsefni
Frekari upplýsingar:
- Lesa skýrslu okkar um að gera vinnuvernd að hluta námsskráa
- Samstarf við aðra fagmenn í gegnum ENETOSH