EU-OSHA undirbýr, safnar, greinir og miðlar upplýsingum um vinnuverndarmálefni, með það að markmiðið að bæta vinnuvernd á vinnustöðum um allt ESB.
Hægt er að leita á vefsíðum okkar að fullu og þær gefa ýtarlega umfjöllun um vinnuverndarmálefni. Við stingum upp á að þú reynir að leita að upplýsingum á fyrirtækjavefsíðu okkar og á OSHwiki.
Ef þú finnur, hinsvegar, ekki upplýsingarnar sem þú leitar að, skaltu endilega athuga hvort að spurningu þína sé að finna í Algengum spurningum hér að neðan og ef þú finnur hana ekki þar geturðu haft samband við okkur með spurningaforminu.
Við gerum okkar besta til að svara þér innan tveggja vikna. Þú getur skrifað til okkar á hverju sem er af opinberum tungumálum Evrópusambandinu, en hafðu í huga að einhver töf gæti orðið á meðan við þýðum skilaboð þín og svar okkar. Skilaboð á ensku eru líklegri til að fá skjót svör þar sem allt starfsfólk okkar talar ensku. Við stefnum á að svara spurningum eins skjótt og auðið er.
Image
![]() |
European Agency for Safety and Health at Work
|
Brussels Liaison Office |
ALGENGAR SPURNINGAR
Hvar fæ ég ráðleggingar um vinnuverndarmálefni sem tengjast vinnuaðstæðum mínum?
EU-OSHA er upplýsingastofnun og þú getur fengið gagnlegar upplýsingar og ábendingar á vefsíðu okkar sem tengjast hinum ýmsu vinnutengdu heilsuvandamálum, svo sem streitu, áreitni, húðsjúkdómum o.s.frv.
Því miður má EU-OSHA ekki gefa ráð varðandi sérstakar vinnuverndaraðstæður, grípa inn í dómaframkvæmdir eða skipta sér af staðbundnum eða landsyfirvöldum; við ráðleggjum þér að byrja með því að hafa samband við landsskrifstofu þína.
Þau koma þér í samband við þá aðila á staðnum sem geta hjálpað þér.
Hvernig get ég sótt um bætur fyrir vinnuslys eða vinnutengdan sjúkdóm?
Ber EU-OSHA ábyrgð á vinnuverndarstefnu framtökum ESB og innleiðingu þeirra?
Hvar finn ég tölfræði á ESB-vísu um vinnutengd slys og sjúkdóma, og tengdan kostnað?
Upplýsingar um tölfræði, niðurstöður kannana og aðra gagnlega hlekki má finna í Kannanir og tölfræði hluta þessarar vefsíðu. ESENER kannanir EU-OSHA skoða hvernig evrópskir vinnustaðir stjórna vinnuvernd í raun.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sína eigin tölfræði upplýsingaþjónustu, Eurostat; hlekkir sem þú gætir haft áhuga á eru m.a.:
Hvar finn ég tölfræði, staðla og löggjöf á landsvísu? Og eru upplýsingarnar tiltækar á mismunandi tungumálum ESB?
Hvar finn ég upplýsingar um vinnuverndarlöggjöf ESB?
Upplýsingar um tilskipanir ESB, viðmiðunarreglur og vinnuverndarstaðlar, flokkaðar eftir efni, má finna á Vinnuverndarlöggjöf hluta þessarar vefsíðu. Heildartexta tilskipanna ESB á öllum tungumálum ESB, ásamt frekari upplýsingum, má finna á Eur-LEX vefsíðu Framkvæmdastjórnar ESB.
Hafa ber í huga að Evróputilskipanir tiltaka lágmarkskröfur og aðildarríki geta samið strangari reglur þegar þau innleiða vinnueftirlitstilskipanir inn í landslög, þannig að það kunna að vera mismunandi kröfur á milli aðildarríkja.
Hvernig get ég fengið afrit af Evrópustöðlum?
Hvernig fæ ég afrit af skýrslum EU-OSHA?
Má ég afrita efni sem er skapað af EU-OSHA?
Já, eins lengi og þú vitnar til EU-OSHA á eftirfarandi hátt:
© Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA), [dagsetning]. Afritun er leyfð ef heimildar er getið.
Athugaðu að þú ættir ekki að gera breytingar á efni texta eða skýringarmynda án sérstaks leyfis frá EU-OSHA.
Hvar finn ég hjálparefni fyrir þjálfun?
Þó að EU-OSHA sjái ekki um hjálparefni sem er sérstaklega gert fyrir þjálfun, má finna upplýsingar um viðeigandi efni í Þemu hlutanum, og sumar útgáfur okkar innihalda raunveruleg dæmi um þjálfun. Ennfremur, má finna stuttar PowerPoint sýningar sem hægt væri að aðlaga fyrir þjálfun á https://es.slideshare.net/euosha/presentations.
Frábært sett þjálfunarefnis er sería stuttra þögulla teiknimynda með persónunni Napo; þeim má hlaða niður frá vefsíðu Napo, og þær gefa glaðlegar kynningar á vinnuverndarefnum sem hvetja til samtals. „Napo fyrir kennara“ netþjálfunareiningin um öryggi og heilsu grundvallaratriði fyrir grunnskóla er einnig hægt að ná í ókeypis.
Þar að auki, má finna upplýsingar um kennslu í skólum og frekara nám á Blöndun vinnuverndar í kennslu hluta þessarar vefsíðu.
Aðrar góðar uppsprettur upplýsinga eru meðal annars landsskrifstofur, Starfsmenntunarstofnun Evrópu, Cedefop (Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar) og ENETOSH (Evrópunet menntunar og þjálfunar í vinnuvernd).
Getur EU-OSHA stutt eða auglýst vöru eða þjónustu á almennum markaði?
Hefði EU-OSHA áhuga á að fjármagna verkefnið mitt?
Í meginatriðum fjármögnum við ekki ytri verkefni.
Skjalið „ESB fjármögnunartækifæri fyrir EU-OSHA hagsmunaaðila“ miðar að því að gefa upplýsingar um fjármögnun innan ESB með tilliti til vinnuverndar. Þar að auki, er almennt yfirlit yfir styrki og lán frá ESB tiltækt frá Allsherjarsvið Framkvæmdastjórnarinnar og almennt yfirlit yfir opinbera samninga og styrki er tiltækt frá Framkvæmdastjórninni.
Ef verkefni þitt tengist vinnueftirliti á landsvísu mælum við með því að þú hafir samband við viðeigandi landsskrifstofu.