Verðlaunahafi 2020

Sigurvegari kvikmyndaverðlauna herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2020

Rules of the Assembly Line, at High Speed

Yulia Lokshina  | Þýskalandi | 2020 | 92'

Smábær í vesturhluta Þýskalands er síðasta stoppistöð 26.000 svína á dag og tímabundið heimili stór hóps tímabundinna launþega frá Austur-Evrópu. Starfsmenn stærsta sláturhúss í landinu berjast fyrir afkomu sinni á sama tíma og þýskir aðgerðasinnar, sem standa vörð um réttindi þeirra, berjast gegn yfirvöldum á staðnum. Á sama tíma vinna menntaskólanemar í München að leikritinu „Saint Joan of the Stockyards“ og reyna að átta sig á þessum gamla texta og þýskri markaðshyggju okkar daga. Kvikmyndin, sem er samofin hugsunum ungviðisins og textarýni þeirra á æfingatímanum, skoðar í margvíslegum hlutum aðstæður og hliðar tímabundinnar vinnu og búferlaflutninga vinnuafls í Þýskalandi.

Sjá stiku úr myndinni

 

Automotive

Jonas Heldt | Þýskalandi | 2020 | 80'

Hjá Audi í Ingolstadt eyðir hin 20 ára gamla Sedanur nóttunum í að flokka bílhluta á færibandi fyrir þjarka. Í þessari gríðarstóru verksmiðju aka himinháir lyftarar í kring um hvern annan undir flúrljósum og tímabundnir starfsmenn berjast við að missa ekki vinnuna. Það eru erfiðir tímar því Audi býr sig undir að segja upp einum tíunda hluta af starfsmönnum sínum. Sedanur hefur engan áhuga á að finna sér mann og eignast börn. Hana langar að kaupa sér Mercedes-Benz. En þegar dísilkreppan skellur á, er hún ein af þeim fyrstu til að missa vinnuna. Hin 33 ára gamla Eva býr í Amsterdam og finnst gaman að hjóla í vinnuna. Sem hausaveiðari fyrir Audi leitar hún að sérfræðingum til að sjálfvæða hluta af vörustjórnuninni sem Seda vinnur við. Eva veit líka að hún mun missa vinnuna fyrir algrím en þá mun hún búa með kærustunni sinni í Karíbahafinu og ekki vinna neitt. En Eva á meira sameiginlegt með Seda en við fyrstu sýn.

Sjá stiku úr myndinni 

Tilnefningar

  • The Kiosk, Alexandra Pianelli, Frakklandi; 2020
  • Scenes in an Atelier,  Madelaine Merino, Þýskalandi; 2020
  • Underground, Jeongkeun Kim, Suður-Kóreu; 2019
  • Merry Christmas, Yiwu Mladen Kovačević, Sviss, Serbíu, Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Katar; 2020 
  • The Disrupted, Sarah Colt, Bandaríkjunum; 2020
  • Work or to Whom Does the World Belong, Elisa Cepedal, Spáni, Bretlandi 2019
  • Under the North Sea, Federico Barni, Bretlandi; 2020
  • La Mami, Laura Herrero Garvín, Mexíkó, Spáni; 2019