Tilraunaverkefni Evrópuþingsins um vinnuvernd eldri launþega

Verkefnið „Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri – vinnuvernd meðal eldri launþega“, var sett af stað og fjármagnað af Evrópuþinginu (sjá Stjórnartíðindi Evrópubandalagsins 29.02.2012, II/230 - II/231) og var framkvæmd af EU-OSHA fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Markmið Evrópuþingsins var að rannsaka leiðir til að bæta heilsu og öryggi á vinnustöðum með tilliti til þeirra áskorana sem mæta vinnuafli sem er að eldast og að aðstoða við stefnumótun á þessu sviði. Verkefnið sem fór fram á vegum stofnunarinnar veitir ítarlegt yfirlit yfir málefni tengd öldrun, vinnu og vinnuverndarsjónarmiðum sem og greiningu á stefnum og aðgerðum sem taka á öldrun starfsfólks um alla Evrópu. Verkefnið tók einnig mið af Eurofund rannsókninni varðandi sjálfbæra vinnu.

Gagnvirk kynning í myndum á lykilniðurstöðum verkefnisins er aðgengileg þar á meðal gögn varðandi lýðfræði, atvinnumál, starfsskilyrði og heilsumál, sem og dæmi um vinnuvernd og tengd málefni um alla Evrópu sem fjalla um áskoranir fyrir aldrandi vinnuafl. 

Skýrslur sem voru gerðar í sambandi við verkefnið:

HEILDARGREINING

Öruggari og heilsusamlegri vinna fyrir alla aldurshópa - Lokagreiningarskýrsla – skýrslan tekur saman niðurstöður verkefnisins og inniheldur tillögur fyrir stefnumótun og tilmæli sem ætluð eru mismunandi stigum og tegundum markhópa.

 

HÆKKANDI LÍFALDUR VINNUAFLS OG ÁHRIF VARÐANDI VINNUVERND

Hækkandi lífaldur vinnuafls: áhrif varðandi vinnuvernd - Rannsóknarkönnun. Byggt á gagnarannsóknum á fyrirliggjandi efni um efnið.

Konur og hækkandi lífaldur vinnuafls: áhrif varðandi vinnuvernd - Rannsóknarkönnun. Byggt á gagnarannsóknum

 

STEFNUMARKANIR OG ÁÆTLANIR

Greiningarskýrsla um stefnu ESB og einstakra aðildarríkja, stefnumarkanir og áætlanir varðandi hækkandi lífaldur íbúa og vinnuafls – skýrslan fjallar um þau vandamál sem snerta starfslið sem er að eldast og stefnusvið sem hafa áhrif á vinnuvernd, þar á meðal atvinnumál, félagsmál, lýðheilsa og menntamál.

 

ENDURHÆFING OG AFTURHVARF TIL VINNU 

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Greiningarskýrsla um stefnu ESB og einstakra aðildarríkja, stefnumarkanir og áætlanir.

Rannsóknarkönnun á endurhæfingu og afturhvarfi til vinnu – framkvæmd sem gagnarannsókn með því markmiði að veita yfirlit yfir þekkinguna og tilmælin á þessu sviði

Ítarleg lýsing á 9 raundæmum varðandi endurhæfingu/áætlanir varðandi endurkomu til starfa – lýsingin inniheldur skoðanir sérfræðinga, hagsmunaaðila og aðra þátttakenda.

 

MYNDIN Á LANDSVÍSU

Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri - landsupplýsingar - upplýsingarnar voru fengnar með gagnarannsóknum sem innlendir sérfræðingar í hverju landi stóðu fyrir og bættar upp með umræðuhópum sem milliliðar á sviði vinnuverndar sem og sérfræðingar í tíu meðlimaríkjum stóðu fyrir.

Landsupplýsingarnar á þjóðtungumálum

 

GÓÐAR STARFSVENJUR OG TILMÆLI

Öruggari og heilbrigðari vinna á hvaða aldri sem er: Greiningarskýrsla um góða starfshætti á vinnustað og stuðningsþarfir – skýrslan dregur saman niðurstöður úr raundæmum og eigindlegum rannsóknum.

24 raundæmi af góðum starfsháttum á vinnustöðum – raundæmin innihalda reynslu þeirra sem eru þátttakendur í aðgerðunum sem og skoðanir og þarfir smærri fyrirtækja.

Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri: Könnun á aðferðum fyrir vinnustaði

 

Rafrænar leiðbeiningarnar á mörgum tungumálum um hvernig eigi að stjórna öryggi og heilbrigði á vinnustað fyrir vinnuafl sem er að eldast

Fundur hagsmunaðila

Á fundi hagsmunaðila sem haldinn var 22 September 2015 í Brussel, voru kynntar helstu niðurstöður úr verkefninu fyrir áhorfendum frá aðildarríkjum og stefnumótendum á Evrópuvettvangi.

Frekari upplýsingar varðandi fundinn

Þetta verkefni styður herferð stofnunarinnar Vinnuvernd er allra hagur fyrir árin 2016-2017 og veitir bakgrunnsupplýsingar fyrir herferðina.