Í þriðju framsýni hringrás EU-OSHA er horft til breytinga á vinnu sem getur stafað af umskiptum ESB í hringlaga hagkerfi (e. Circular Economy - CE) og hugsanleg áhrif á vinnuvernd.
Þetta verkefni miðar við að gefa stjórnendum sem bera ábyrgð á ákvörðunartöku innan ESB, ríkisstjórnum aðildarríkja, stéttarfélögum og vinnuveitendum þær upplýsingar sem þau þurfa um framtíðarbreytingar og þróun tengda hringlaga hagkerfinu, áhrif þeirra á eðli og skipulagningu vinnu, og aðsteðjandi vinnuverndaráskoranir sem þær gætu fært með sér.
Hvað er hringlaga hagkerfi?
Hringlaga hagkerfi (e. circular economy - CE) vísar til hringlaga flæðis og skilvirkrar (endur)nýtingar auðlinda, efna og vara. Líftími vara og efna lengist og sóun er lágmörkuð. Vörur og iðnaðarferlar eru hannaðir til að halda auðlindum í notkun og allur óhjákvæmilegur úrgangur eða afgangar eru endurunnir eða endurheimtir.
Hvers vegna er verkefnið nauðsynlegt?
Umskipti í stefnunnar sem kennd er við hringlaga hagkerfi eru lykillinn að því markmiði ESB að ná kolefnishlutleysi árið 2050 og skapa á sama tíma sjálfbæran vöxt og störf. Þetta hefur veruleg áhrif á stefnur og reglugerðir sem munu hafa afleiðingar á framtíðarstörf. Það mun einnig hafa afleiðingar fyrir öryggi og heilsu starfsmanna. Til dæmis:
- áhrif breytinganna á störf í hættulegum geirum, sem tengjast viðhaldi og viðgerðum, sundurliðun og endurvinnslu, gætu haft neikvæð áhrif á vinnuskilyrði;
- Breytingar á skipulagsferlum og/eða endurhönnun verkefna gætu haft áhrif á innihald starfa og starfsánægju.
Hvað er EU-OSHA að gera að gera til að bera kennsl á nýja áhættu og gera ráð fyrir breytingum sem gætu haft áhrif á vinnuvernd?
Framtíðin getur þróast í mismunandi áttir, sem geta mótast af aðgerðum ýmissa þátttakenda og ákvörðunum sem teknar eru í dag. Framsýniverkefni EU-OSHA styðjast við margvíslegar aðferðir, þar á meðal ritrýni, samráð við sérfræðinga og uppbyggingu atburðarásar. EU-OSHA skipuleggur vinnustofur til að afla þekkingar, hjálpa til við að kynna niðurstöðurnar og örva umræður.
Stig 1 þessarar rannsóknar felur í sér viðamikla ritrýni og viðtöl sérfræðinga til að þróa fjórar þjóðhagslegar aðstæður sem horfa til Evrópu árið 2040 í samhengi við stefnunnar sem kennd er við hringlaga hagkerfi og áhrif hennar á vinnuvernd.
Stig 2 miðar að því að dreifa verkefnum og sníða atburðarásina með samræðu hagsmunaaðila og vinnustofum og leiða til framleiðslu á sérsniðnum ör-sviðsmyndum. Sviðsmyndirnar eru notaðar til að hvetja til samræðu og íhugunar milli mismunandi hagsmunaaðila um hugsanlega framtíð, með það að markmiði að gera ákvarðanatöku upplýstari í dag til að gera vinnuna heilbrigðari og öruggari á morgun.
Í þriðja áfanga er lögð áhersla að deila niðurstöðum með stefnumótendum. Þetta felur í sér að hýsa samstarfsverkstæði með Sameiginlegu rannsóknarmiðstöðinni (e. Joint Research Centre - JRC) og kortleggja samlegðaráhrif í stefnumálum hringhagkerfisins og vinnuverndarmálum. EU-OSHA heldur áfram að styðja við miðlun á niðurstöðum framsýnisverkefnisins til hagsmunaaðila þess.