Napó — öryggi með bros á vör

Image
Napo — safety with a smile

Napó, sem hetja í röð teiknimynda, stendur fyrir kynningu á vinnuverndarmálum og áhættuforvörnum með skemmtilegum og umræðuhvetjandi hætti.

Napó er hefðbundinn starfsmaður í iðnaði eða geira. Oft kemst hann í kynni við algengar hættur og áhættusamar aðstæður á vinnustaðnum. Hins vegar tekur hann virkan þátt í því að finna áhættur og veita hagnýtar lausnir.

Napó er nú orðinn einn helsti sendiherra herferðanna Vinnuvernd er allra hagur og margar kvikmyndir hans tengjast eða styðja við herferðirnar. Hann birtist einnig í eigin persónu á mörgum mikilvægum herferðarviðburðum.

Kvikmyndir Napó

Ásamt samstarfsmönnum sínum kemur Napó fyrir í röð tallausra kvikmynda sem gera fólki með alls kyns bakgrunn, menningu og aldur að átta sig betur og samsama sig honum. Kvikmyndirnar fjalla um fjölbreytt öryggis- og heilbrigðismál, til dæmis:

Nýjar kvikmyndir eru reglulega gefnar út með nýjum efnum. Kvikmyndirnar eru framleiddar af Napóhópnum en hann samanstendur af litlum hópi evrópskra fyrirtækja, sem tengjast vinnuvernd, og EU-OSHA.

Napo á vinnustaðnum

Þessi skráarsöfn á netinu eru hönnuð til að hjálpa stofnunum að nota Napo-kvikmyndir, ekki aðeins til að vekja athygli á málefnum heilsu og öryggis, heldur einnig til að koma af stað hópumræðum meðal starfsmanna þeirra og þeirra sem eru í birgðakeðjunum. Söfnin henta einnig til notkunnar fyrir starfsþjálfunarnámskeið.

Fyrsta syrpan, sem ber heitið „Að skilja stoðkerfasjúkdóma“, leiðbeinir einstaklingum og stofnunum við að hugsa um stoðkerfasjúkdóma, svo sem bakverki, kvilla í efri útlimum og áverka vegna endurtekins álags, og tekur til allra hliða í starfsævi starfsmanns. Þesshátar umhugsun getur hjálpað stofnunum að þróa heildarlausnir til að draga úr áhrifum stoðkerfasjúkdóma og stuðlað þannig að heilbrigðri og fullri starfsævi fyrir einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélög.

Napó fyrir kennara

Napó hjálpar einnig við að kynna grunnskólabörnum öryggis- og heilbrigðismál. EU-OSHA, með stuðningi Napóhópsins, hefur búið til vinnuverndartólakistu fyrir kennara á Netinu. Námspakkar eru í boði sem innihalda:

  • Helstu skilaboð og námsmarkmið
  • Hugmyndir að starfsemi og úrræði á Netinu
  • Dæmi um 45-mínútna kennsluáætlun

Eftir árangursríkt tilraunaverkefni eru lexíurnar nú í þróun og verða í boði fyrir alla Evrópu.

Napó hópurinn

Napo kvikmyndahópurinn þróaðist út frá Vinnuverndarári Evrópu 1992/3 og evrópsku kvikmyndahátíðunum sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stóð fyrir.

Hópurinn studdi kvikmyndahátíðir í þeirri trú að það væri mögulegt að finna og aðlaga bestu myndirnar svo hægt væri að nota þær um allt Evrópusambandið. Það reyndist vera erfitt. Margar myndir voru gerðar af kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum sem vildu ekki gefa eftir réttindi sín. Menningarlegur munur olli því að myndir, söguþráður og „útlit og tilfinning“ myndanna gerði það erfitt að aðlaga þær og flytja yfir landamæri.

Eftir kvikmyndahátíðina í Strasbourg 1995, hittust fjórir virkir samskiptasérfræðingar frá Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi til að ræða hvernig hægt væri að panta og framleiða kvikmyndir sem hægt væri að nota um alla Evrópu. 

Napo-hópurinn samanstendur núna af átta meðlimum - AUVA (Austurríki), CIOP (Póllandi), DGUV (Þýskalandi), EU-OSHA (Bilbaó, Spáni), INAIL (Ítalíu), INRS (Frakklandi), SUVA (Sviss) og TNO (Hollandi).

The Napo Consortium currently comprises eight members: AUVA (Austria), CIOP (Poland), DGUV (Germany), EU-OSHA (Bilbao, Spain), INAIL (Italy), INRS (France), SUVA (Switzerland) and TNO (Netherlands).