Fjöltyngi hjá EU-OSHA

Image

Fjöltyngi er ómissandi þáttur í samskiptum sem ná til allra innan Evrópusambandsins og fyrir allar samevrópskar stofnanir. Það að gera upplýsingarnar, greiningarnar og tólin sem EU-OSHA þróar tiltæk á mörgum tungumálum þýðir að Stofnunin getur náð til fleira fólks.

Að komast yfir tungumálahindranir

Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) vinnur að því að koma boðskap sínum á framfæri eins víða og hægt er með því að koma á fjöltyngi í sínum daglegu störfum. Hún tekur einnig þátt í nýsköpunarverkefnum á þessu sviði í samstarfi með öðrum stofnunum ESB.

Fyrir EU-OSHA, er fjöltyngi bæði grundvallarregla sem ber að virða og hagnýtur valkostur sem hjálpar Stofnuninni að sinna hlutverki sínu.

EU-OSHA miðar að því að hugsa á skapandi hátt og vinna á hagkvæman hátt til að tryggja að starfsemi hennar sé aðgengileg borgurum ESB óháð tungumálinu sem þeir tala. Til að nefna nokkur dæmi:

Sumt af efninu sem EU-OSHA framleiðir er fáanlegt á 25 evrópskum tungumálum. Annað, líkt og sumt útgefið efni, er þýtt í samræmi við beiðnir frá innlendum tengiliðum. Tengiliðirnir eru í virku hlutverki við að meta þörfina á þýðingum og fylgjast með gæðum á þeim.

Fyrirtækjavefsíða EU-OSHA

Mest af efninu á fyrirtækjavefsíðu EU-OSHA er á mörgum tungumálum; meginhlutarnir og öll áhersluatriðin og fréttatilkynningarnar sem eru birt á fyrirtækjavefnum eru í boði á 25 tungumálum.

Árið 2017, vann EU-OSHA ásamt Hugverkastofu Evrópusambandsins og Þýðingarmiðstöð fyrir stofnanir Evrópusambandsins Verðlaun umboðsmanns Evrópusambandsins fyrir góða stjórnsýslu í flokknum Framúrskarandi þjónusta sem beinist að borgara/viðskiptavini fyrir nýsköpunarvinnu sína við verkefni til að auðvelda þýðingastjórnun á vefsíðum með mörgum tungumálum.

Herferðirnar Vinnuvernd er allra hagur

Herferðirnar Vinnuvernd er allra hagur miða að því að auka vitund um alla Evrópu og ná til eins margs fólks og eins margra lítilla fyrirtækja og mögulegt er. EU-OSHA telur mikilvægt að herferðirnar nái til allra, þannig að Stofnunin hefur látið þýða allt grunnefni herferðanna á 25 tungumál, þar með talið sérstaka vefsíðu herferðarinnar, sem er megin gagnasafn herferðarinnar sem tengist upplýsingum og tólum. Það er í boði fyrir tengiliðina að þýða afganginn af efni herferðarinnar og útgefið efni, og þeir geta metið hvað af efninu muni hafa mest gildi fyrir þá.

Aðstoð við að tryggja hágæða þýðingar

EU-OSHA ásamt Þýðingarmiðstöð fyrir stofnanir Evrópusambandsins (CdT) og Útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins, innleiddu verkefni til að uppfæra og stækka hugtakasöfn sín á mörgum málum yfir íðorðaforða í sambandi við vinnuvernd. Markmiðið var að aðstoða þýðendur við að ná fram samræmdum, nákvæmum og nýjum útgáfum af textum sem tengjast vinnuvernd.

Hugtakasafnið á mörgum tungumálum er nú samþætt með efnismiðlunarkerfi vefsíðu EU-OSHA. Það inniheldur 2000 ný hugtök með beinum þýðingum, skýringar, tilvísanir í heimildir og samhengi, á IATE (Sameiginlegum hugtakagagnagrunni stofnana Evrópusambandsins, sem Þýðingarmiðstöð fyrir stofnanir Evrópusambandsins heldur utan um) og í EuroVoc (hugtakasafni Útgáfuskrifstofunnar á mörgum málum). Allar þýðingarnar hafa verið yfirfarnar af innlendum tengiliðum Stofnunarinnar til að tryggja nákvæmni þeirra.

Heitin sem hafa verið notuð til að auðkenna útgefið efni og annarskonar efni gerir leitendum kleift að finna vinnuverndargögn á auðveldari og skilvirkari hátt.

Innan ramma herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur, hefur EU-OSHA búið til orðalista fyrir sérstök svið þekkingar um vinnuvernd. Þá er einnig hægt að finna á vefsíðu herferðarinnar og á viðkomandi svæðum á fyrirtækjavefsíðunni.