You are here

OiRA: ókeypis og einföld tól fyrir auðvelda framkvæmd áhættumats

OIRA: Online Interactive Risk Assesment

Það býður upp á úrræði og lausnir til þess að gera ör- og smáfyrirtækjum kleift að leggja sjálf mat á hætturnar. Boðið er upp á OiRA tólin ókeypis á Netinu og eru þau aðgengileg og auðveld í notkun.

OiRA leiðir þig í gegnum hættumatsferlið stig af stigi, fyrst eru hættur á vinnustaðnum auðkenndar, síðan er notandanum fylgt í gegnum innleiðingu á fyrirbyggjandi aðgerðum og á lokastiginu fer svo fram eftirlit og tilkynning á hættunum.

Hvað er OiRA?

OiRA var komið á fót í því skyni að bjóða upp á auðveld tól til þess að leiðbeina ör- og smáfyrirtækjum í gegnum hættumatsferlið. OiRA hugbúnaðurinn, sem hannaður var af EU-OSHA árið 2009 og hefur verið í notkun frá árinu 2010, byggir á hollensku áhættumatstóli þekkt undir nafninu RI&E en það hefur reynst mjög vel og er notað víða.

OiRA hugbúnaður EU-OSHA er hannaður til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins (samtök atvinnurekenda og samtök launþega), í hverjum geira fyrir sig, og innlend yfirvöld (ráðuneyti, vinnueftirlit, vinnuverndarstofnanir o.s.frv.) við að búa til hættumatstól, sem eru sérsniðin að ákveðnum geirum atvinnulífsins, og beinast að smáum fyrirtækjum.

Skoðaðu vefsíðu OiRA verkefnisins til að fá nýjustu upplýsingar um OiRA verkefnið (OiRA samstarfsaðila, OiRA tól sem hafa litið dagsins ljós eða eru í gerð).

Hver er hugmyndin á bak við OiRA?

Hættumat er grundvöllurinn að allri nálgun á hættu- og öryggisstjórnun og er mjög nauðsynlegt til þess að koma á heilbrigðum vinnustöðum. Áætlun Evrópubandalagsins um heilbrigði og öryggi á vinnustöðum 2007–2012 viðurkennir mikilvægi hættumats og kallaði eftir þróun einfalds tóls til þess að gera hættumatsferlið auðveldara. OiRA var gert einmitt til þess.

Með því að auðvelda gerð hættumats miðar OiRA að því að auka fjölda ör- og smáfyrirtækja, sem framkvæma hættumat, svo og gæðin við hættumatsgerð þeirra. Tólin gera fyrirtækjum kleift að hefja (eða bæta) hættumatsferlið. Með þeim hætti geta OiRA tólin aðstoðað fyrirtæki við að verða samkeppnishæfari, til dæmis með því að draga úr kostnaði af völdum vinnusjúkdóma og með því að lágmarka slysahættur ásamt því að bæta almennar vinnuaðstæður og afköst í fyrirtækinu.

Hví skyldi ég nota OiRA?

Hættumat er í dag þekkt ferli í mörgum fyrirtækjum, það er notað á hundruð þúsunda vinnustaða í Evrópu til þess að koma í veg fyrir hættur. En í sumum fyrirtækjum, einkum ör- og smáfyrirtækjum, getur áhættumatið reynst mikil áskorun. OiRA getur auðveldað ferlið og veitt fyrirtækjum þau úrræði, sem þau þurfa á að halda, til þess að yfirstíga slík vandamál.

Með því að nota OiRA tólin njóta fyrirtækin einnig ávinnings af ákveðnum þáttum:

 • Notkun OiRA tólanna er algjörlega að kostnaðarlausu
 • Tólin er að finna á Netinu
 • Boðið er upp á hugbúnað fyrir snjallsíma
 • Tólunum er beint að ákveðnum geirum
 • Hægt er að sérsníða tólin að aðstæðum hvers fyrirtækis upp að vissu marki
 • Tólin bjóða upp á möguleikann á gerð aðgerðaráætlunar og að velja úr lista yfir tillögur um aðgerðir

Hvernig virkar OiRA?

Það eru fimm lykilstig í OiRA ferlinu:

 1. Undirbúningur: Upp að vissu marki heimilar OiRA fyrirtækjum að sérsníða áhættumatið að sérstökum aðstæðum sínum með því að svara nokkrum einföldum spurningum
 2. Auðkenning: hún felst í því að leita að þeim hlutum á vinnustaðnum sem geta hugsanlega valdið skaða og auðkenna þá sem gætu verið í hættu
 3. Mat: þessi áfangi samanstendur af því að forgangsraða þeim hættum sem hafa verið auðkenndar. Forgangsröðunin hjálpar síðar til við að ákvarða hvaða ráðstafanir ættu fyrst að koma til framkvæmdar
 4. Aðgerðaráætlun: tólið mun síðan aðstoða við gerð aðgerðaráætlunar og ákvörðunar um hvernig eigi að koma í veg fyrir eða hafa stjórn á hættunum
 5. Skýrsla: að lokum er gerð skýrsla og aðgerðaráætlun sem hægt er að prenta út og/eða hlaða niður, svo skrá megi niðurstöður áhættumatsferlisins

Hvernig á að fá aðgang að OiRA

Allt sem þarf til að skrá sig er gilt tölvupóstfang. Einstaklingar og fyrirtæki geta valið úr þeim OiRA tólunum í boði sem henta viðkomandi landi, geira og fyrirtæki best.

Skoða OiRA tól í boði eftir geirum og löndum á vefsíðu OiRA verkefnisins.

Þátttaka aðila vinnumarkaðarins og innlendra stjórnvalda

Öll OiRA tólin hafa verið gerð af eða með þátttöku aðila vinnumarkaðarins og/eða innlendra stjórnvalda. Ef þú ert aðili vinnumarkaðarins eða innlend stofnun/stjórnvald og hefur áhuga á að taka þátt í þróun OiRA tóls/a fyrir ákveðna geira getur þú fundið frekari upplýsingar á vefsíðu OiRA verkefnisins.