You are here

Hættuleg efni

Dangerous substances. Two female workers in a laboratory

Hættuleg efni — vökvar, gös eða föst efni sem valda áhættum gegn heilbrigði og öryggi starfsmanna — má finna á nánast öllum vinnustöðum. Um Evrópu komast milljónir starfsmanna í snertingu við kemísk og líffræðileg efni sem geta valdið þeim skaða.

Staðreyndin er sú að 15 % launþega í Evrópusambandinu þurfa að meðhöndla hættuleg efni í vinnu sinni og önnur 15 % skýra frá því að þau andi að sér reyk, gufum, púðri eða ryk á vinnustaðnum.

Nokkur mjög hættuleg efni — eins og asbest, sem veldur lungnakrabbameini og öðrum banvænum öndunarfærasjúkdómum — eru nú bönnuð eða undir ströngu eftirliti. Hins vegar eru önnur skaðleg efni enn víða notuð og er löggjöf til staðar til þess að tryggja að áhættum í tengslum við þau sé stjórnað með viðeigandi hætti.

Áhættur gegn heilbrigði

Heilsufarsvandamál, sem geta komið upp vegna vinnu með hættuleg efni, eru allt frá mildri ertingu í augum og húð yfir í alvarleg áhrif eins og fæðingargalla og krabbamein. Áhrifin geta verið bráð eða komið fram á löngum tíma og sum efni geta haft uppsöfnuð áhrif. Nokkrar af algengustu hættunum eru:

Líffræðilegir áhrifavaldar

Bakteríur, veirur, sveppir og sníkjudýr finnast í mörgum geirum. Þau eru venjulega ósýnileg sem þýðir að fólk veltir jafnvel ekki fyrir sér áhættunum samfara þeim.

Launþegar í sumum geirum eru í sérstakri hættu á að verða fyrir útsetningu á skaðlegum líffræðilegum áhrifavöldum:

 • Heilbrigðisþjónusta
 • Landbúnaður
 • Dýralæknaþjónusta
 • Þrif og viðhald
 • Fráveitu- og úrgangsstjórnun
 • Garðyrkja
 • Rannsóknarstofuvinna

Frekari upplýsingar:

Annað útgefið efni í tengslum við líffræðilega áhrifavalda:

Aðsteðjandi áhættur

Ný tækni, vaxandi atvinnugeirar og breytingar á vinnuskipulagi geta leitt til aukinnar áhættu á skaða af völdum líffræðilegra eða kemískra áhrifavalda. Í umhverfisgeiranum, til dæmis, getur nýstárleg tækni haft í för með sér áhættur sem lítill skilningur er á. Til þess að veita annað dæmi að þá verða sí fleiri launþegar fyrir útsetningu á hættulegum efnum í þjónustugreinum eins og umönnun á heimilum og úrgangsstjórnun, þar sem útsetningin er breytileg en meðvitund um hætturnar er lítil. Það er mikilvægara en áður að atvinnurekendur og launþegar átti sig á hugsanlegum áhættum og grípi til fyrirbyggjandi ráðstafana.

Fræðast meira um aðsteðjandi áhættur, græn störf og nanóefni.

Frekari upplýsingar í tengslum við aðsteðjandi áhættur:

Ráð til atvinnurekenda

Til þess að verja launþega gegn hættulegum efnum að þá er fyrsta skrefið að framkvæma áhættumat. Síðan ætti að grípa til ráðstafana til þess að útrýma eða draga úr áhættum eins og unnt er. Að lokum ætti að fylgjast reglulega með stöðunni og fara yfir áhrif þeirra ráðstafana sem gripið var til.

Aðildarríkin hafa búið til fjölda líkana til þess að hjálpa smáum og meðalstórum fyrirtækjum við að framkvæma áhættumat. Lesa meira á OSHwiki síðunni um áhættustjórnun hættulegra efna.

Atvinnurekendur þurfa einnig að hafa berskjaldaða hópa til hliðsjónar eins og launþega sem eru ungir, þungaðir eða með barn á brjósti en samkvæmt lögum er þörf á sérstakri vernd fyrir þá.

Fyrirbyggjandi ráðstafanir

Evrópulöggjöf kveður á um stigveldi ráðstafana sem atvinnurekendur þurfa að grípa til við að stjórna áhættum gegn launþegum af völdum hættulegra efna. Útrýming og staðgengd eru efst í stigveldi stjórnunarráðstafananna.

 • Þar sem það er hægt ætti að útrýma notkun hættulegra efna með því að breyta ferlum eða vörum þar sem efnið er notað.
 • Ef útrýming er ekki möguleg ætti að skipta út hættulega efninu fyrir hættulaust eða hættuminna efni.
 • Þar sem ekki er komið í veg fyrir áhættur gegn starfsmönnum skal beita sameiginlegum stjórnunarráðstöfunum til þess að fjarlægja eða draga úr þeim. Lögum samkvæmt er notkun á persónulegum hlífðarbúnaði síðasta úrræðið ef ekki er hægt að stjórna útsetningunni með viðeigandi hætti eftir öðrum leiðum.  
 • Váhrifsmörk eru til staðar fyrir fjölda hættulegra efna sem fara skal eftir.
 • Áhættustjórnun hættulegra efna
 • PPT hættuleg efni og áhættumat (á 22 tungumálum)
 • Lesa Staðreyndablað EU-OSHA um útrýmingu og staðgengd hættulegra efna.

Góð samskipti

Til þess að tryggja öryggi launþega ættu þeir að fá upplýsingar um:

 • Niðurstöður áhættumats atvinnurekandans
 • Hætturnar sem þeir standa frammi fyrir og hvernig þær kunni að hafa áhrif á þá
 • Hvað þeir þurfi að gera til þess að halda sér og öðrum öruggum
 • Hvernig eigi að kanna og koma auga á þegar hlutirnir eru ekki í lagi
 • Hvern eigi að láta vita af vandamálum
 • Niðurstöður váhrifseftirlits eða heilbrigðiseftirlits
 • Nauðsynlegar fyrirbyggjandi ráðstafanir við viðhaldsvinnu
 • Skyndihjálp og neyðarferla

Lesa E-staðreyndir EU-OSHA um hættuleg efni og árangursrík samskipti á vinnustöðum.

Lagalegt öryggi

Lögum samkvæmt skulu atvinnurekendur í Evrópusambandinu vernda launþega sína gegn skaða hættulegra efna á vinnustaðnum. Atvinnurekendur þurfa að framkvæma áhættumat og bregðast við því. Þeim ber einnig skylda til þess að sjá launþegum fyrir upplýsingum og þjálfun á hættulegum efnum og hættulegum aukaafurðum. Finna samantekt á viðeigandi löggjöf Evrópusambandsins.

Reglugerðir ESB um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum eru innleiddar í landslög en aðildarríkin mega einnig bæta við öðrum eða strangari ákvæðum til verndar starfsfólki. Því er mikilvægt að fyrirtæki kanni viðeigandi löggjöf í viðkomandi landi.

Fræðast meira um: