Hagnýt verkfæri og leiðbeiningar um stoðkerfisvandamál

Til að auðvelda vinnustöðum að leggja mat á og stjórna stoðkerfisvandamálum inniheldur þægilegi gagnagrunnurinn okkar ýmiss konar hagnýt verkfæri og leiðbeiningar sem búin hafa verið til á vegum Evrópusambandsins og aðildarríkjanna.

Meðal úrræða má nefna tilfellarannsóknir og myndefni og ná þau yfir fjölbreytta atvinnugeira, hættugerðir og forvarnarráðstafanir. Sumar eru sérstaklega miðaðar að ákveðnum aðilum, til dæmis vinnuveitendum, launþegum og stjórnendum og sumar að stjórnun stoðkerfisvandamála meðal tiltekinna launþegahópa. Hægt er að flokka úrræðin eftir ofangreindu og fjölmörgum öðrum flokkum svo það gæti ekki verið auðveldara fyrir þig að finna nákvæmlega það sem þú ert að leita að.