EU-OSHA að innanverðu

Kynntu þér hver við erum, hvað við gerum, hvernig við erum skipulögð og hver sýn okkar og hlutverk er.

EU-OSHA er upplýsingastofnun Evrópusambandsins á sviði vinnuverndar. Vinna okkar stuðlar að stefnuramma Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um vinnuvernd 2021-2027 og öðrum viðeigandi stefnum og áætlunum ESB.

Í þessum hluta getur þú lesið um helstu starfsemi okkar og stjórnhætti. Fjölmiðlaskrifstofa okkar býður upp á alla þá aðstoð sem þú þarft á að halda til þess að fjalla um vinnuverndarmálefni. Hafðu samband eða lestu nýjustu sögurnar. Þú getur einnig fræðst meira um landsskrifstofurnar sem vinna með okkur við að ná markmiðum okkar. Eða hefur þú áhuga á því að starfa sjálfur með okkur? Hvort sem þú vilt bjóða í samning eða sækja um starf hjá okkur getur þú fundið nauðsynlegar upplýsingar í þessum hluta.