Stoðkerfisvandamál

Musculoskeletal disorders. Woman being treated for musculoskeletal disorders

©EU-OSHA/Adam Skrzypczak

Stoðkerfisvandamál eru einn algengasti kvillinn á vinnustöðum. Í Evrópu hafa þau áhrif á milljónir launþega og kosta atvinnurekendur milljarða evra. Það hjálpar til við að bæta líf launþega að taka á stoðkerfisvandamálum en einnig er það skynsamlegt fyrir fyrirtæki.

Stoðkerfisvandamál hafa venjulega áhrif á bak, háls, axlir og efri limi en þau geta einnig haft áhrif á neðri limi. Þau ná yfir allan skaða eða röskun á liðum eða öðrum vefjum. Heilsufarsvandamál eru allt frá minni verkjum og sársauka yfir í alvarlegri sjúkdóma sem krefjast tíma frá vinnu eða læknisfræðilegrar meðferðar. Í krónískari tilvikum geta þau einnig leitt til örorku og þarfarinnar á því að hætta vinnu.

Tveir helstu hópar stoðkerfisvandamála eru bakverkir/meiðsli og vinnutengd vandamál í efri limum (sem almennt eru nefnd áverkar af völdum endurtekins álags).

Orsakir stoðkerfisvandamála

Flest vinnutengd stoðkerfisvandamál þróast með tímanum. Venjulegar er engin ein ástæða fyrir stoðkerfisvandamálum; oft eru margir samverkandi þættir. Líkamlegar orsakir og vinnutengdir áhættuþættir eru meðal annars:

 • Meðhöndlun á byrðum , einkum þegar fólk beygir sig niður eða snýr sér
 • Endurteknar eða kröftugar hreyfingar
 • Skringileg og kyrrstæð líkamsstaða
 • Titringur, léleg lýsing eða kalt vinnuumhverfi
 • Hröð vinna
 • Stöðug seta eða staða í sömu líkamsstöðu

Vísbendingar í vaxandi mæli tengja stoðkerfisvandamál við sálfélagslega áhættuþætti (einkum þegar einnig er um að ræða líkamlegar áhættur) þar á meðal:

 • Mikið vinnuálag eða litla stjórn á vinnunni
 • Litla ánægju í starfi

Forvarnir

Engin ein lausn er til staðar og stundum kann að vera þörf á sérfræðiráðgjöf fyrir óvenjuleg eða alvarleg vandamál. Hins vegar eru margar lausnir blátt áfram og ódýrar, til dæmis að bjóða upp á kerru til þess að aðstoða við meðhöndlun vara eða breyta staðsetningu hluta á skrifborði.

Til þess að taka á stoðkerfisbandamálum ættu vinnuveitendur að nota blöndu af:

 • Hættumat beita heildrænni nálgun, leggja mat á og taka á öllum mögulegum orsökum (sjá að ofan)
 • Þátttaka starfsmanna: hafa starfsmenn og fulltrúa þeirra með í umræðum um möguleg vandamál og lausnir

Fræðast frekar um fyrirbyggingu vinnutengdra stoðkerfisvandamála.

Aðgerð

Fyrirbyggjandi aðgerðir gætu verið breytingar á:

 • Skipulagningu vinnustaðar: aðlögun á skipulagi til þess að bæta vinnustöður
 • Búnaði: tryggja að hann sé vinnuvistfræðilega hannaður og henti fyrir verkefnin
 • Starfsmönnum: úrbætur á áhættumeðvitund, bjóða upp á þjálfun í góðum starfsaðferðum
 • Verkefnum: breytingar á vinnuaðferðum eða tólum
 • Stjórnun: skipuleggið vinnuna til þess að forðast endurtekna vinnu eða langvarandi vinnu í lélegri líkamsstöðu. Ráðgerið hvíldarhlé, skiptið um störf eða endurúthlutið vinnu
 • Skipulagsþættir: búið til stefnu um stoðkerfisvandamál

Einnig þarf að velta fyrir sér heilbrigðiseftirliti, heilsueflingu og endurhæfingu og endurkomu starfsmanna, sem þegar þjást af stoðkerfisvandamálum, í nálgun yfirstjórnenda að stoðkerfisvandamálum.

Evrópulöggjöf

Evrópskar tilskipanir, reglugerðir aðildarríkja og viðmiðunarreglur um góðar starfsvenjur viðurkenna mikilvægi forvarna gegn stoðkerfisvandamálum. Viðeigandi tilskipanir eru meðal annars almenna rammatilskipunin um vinnuvernd og tilskipanir sem fjalla um eftirfarandi efni: meðhöndlun á byrðum í höndunum, vinnubúnað, lágmarksstaðla fyrir vinnustaði og vinnu við tölvuskjái.

Árið 2007 stóð framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir ráðaleitun um hugsanlegar aðgerðir Bandalagsins, þar á meðal nýja löggjöf. Hugsanlegum áætlunum var frestað þangað til að endurskoðun á tilskipunum ESB færi fram 2014-15. Stoðkerfisvandamál eru viðurkennt forgangsmál í aðildarríkjum ESB og meðal evrópsku aðila vinnumarkaðarins.

EU-OSHA fylgist með tíðni, orsökum og forvörnum gegn stoðkerfisvandamálum. EU-OSHA styður einnig við miðlun á góðum starfsháttum.