„Heilbrigt starfsfólk, stöndug fyrirtæki - hagnýtur leiðarvísir að vellíðan í vinnu“
Keywords:Þessi leiðarvísir gefur hagnýta nálgun við að koma í veg fyrir og stjórna vinnutengdum sálfélagslegum áhættum og stoðkerfissjúkdómum. Þessi tvö málefni eru tilkynnt sem helstu orsakir vinnutengdra sjúkdóma í Evrópu. Þau orsaka marga tapaða vinnudaga og leiða ekki aðeins til einstaklingsbundinna þjáninga heldur einnig til markverðs efnahagslegs kostnaðar.
Leiðarvísirinn sem er sérsniðinn að þörfum mjög lítilla og lítilla fyrirtækja, stingur upp á vafningalausu fimm skrefa ferli til að bæta vinnuumhverfið til að takast á við þessi málefni. Þó að hann sé aðallega ætlaður fyrir eigendur og stjórnendur er hann líka gagnlegur fyrir starfsfólk og fulltrúa þeirra, auk vinnuverndarfulltrúa.
Leiðarvísirinn er með einfaldar útskýringar og býður upp á úrval æfinga sem hægt er að nota til að gera þýðingarmiklar úrbætur sem endast, í þágu starfsfólks og fyrirtækja.