Þátttökuviðmið

 Tímafresturinn til þess að sækja um Evrópuverðlaunin fyrir góða starfshætti er liðinn

Hvernig “góða starfshætti” má senda í keppnina?

Öll dæmi úr raunveruleikanum um hvernig vinnutengdri streitu og sálfélagslegum áhættum hefur verið stjórnað með skilvirkum hætti má senda inn. Tilnefningar þurfa að sýna með skýrum hætti hvernig góðum starfsvenjum hefur verið beitt á vinnustaðnum (ímynduð dæmi koma ekki til greina) og það þarf að sýna dæmi um:

 • ítarlegt mat á sálfélagslegum áhættum á vinnustaðnum, þar sem fylgt er framkvæmd sem beindist að því að koma í veg fyrir eða draga úr sálfélagslegum áhættum, og hún skal framkvæmd með þátttöku allra starfsmanna;
 • aðgerðir í þremur stigum sem gerðar hafa verið hjá fyrirtækinu. Aðgerðir sem miða að því að draga úr vinnutengdri streitu, frumaðgerðir (að koma í veg fyrir áhættur), annars stigs aðgerðir (að verja starfsmenn gegn áhættum, sem ekki tekst að koma í veg fyrir) og þriðja stigs aðgerðir (aðstoða starfsmenn sem þjást af streitu og sálfélagslegum vandamálum);
 • skipulagsaðgerðir sem beinast að hlutve rki æðstu og millistjórnenda við að skapa gottsálfélagslegt vinnuumhverfi;
 • innleiðingu á heildstæðri nálgun vinnuverndar, meðal annars mat og stjórnun á sálfélagslegum áhættum og efling geðheilbrigðis á vinnustaðnum;
 • þróun og innleiðingu á nothæfum tækjum til mats og stjórnunar á streitu og sálfélagslegum áhættum á vinnustaðnum.

Hvað ætti tilnefning að sýna?

Dómarar munu leita að dæmum um:

 • ósvikna og skilvirka stjórnun á sálfélagslegum áhættum og vinnutengdri streitu;
 • frumlegar ráðstafanir á vinnustaðnum;
 • árangursríka framkvæmd á úrbótum;
 • raunverulegar og sannanlegar umbætur í vinnuverndarmálum;
 • að fjölbreytni vinnuafls sé tekin með í reikninginn;
 • árangursríka þátttöku og aðild starfsmanna og fulltrúa þeirra;
 • sjálfbærni verkefnisins yfir tíma;
 • að hægt sé að beita úrræðunum á öðrum vinnustöðum (þar með talið vinnustöðum í öðrum aðildarríkjum og smáum og meðalstórum fyrirtækjum);
 • tímarammi (úrbæturnar ættu annað hvort að vera nýlega kynntar eða ennþá ókynntar).

Að auki þurfa aðgerðirnar að ganga lengra en viðeigandi löggjöf kveður á um í hverju aðildarríki fyrir sig. Ráðstafanir sem snúa að einstaklingnum, eins og þjálfun, þurfa einnig að koma fram og sýna þarf hvernig þær eru hluti af nálguninni varðandi stjórnun á sálfélagslegum áhættum á vinnustaðnum.

Dæmin um góða starfshætti ættu ekki að hafa verið þróuð eingöngu á viðskiptalegum forsendum. Þetta snýr að vörum eða þjónustu sem hefur verið eða gæti verið markaðssett.

Hver má taka þátt?

Tillögur um góða starfshætti eru velkomnar frá fyrirtækjum eða samtökum í aðildarríkjum Evrópusambandsins, umsóknarríkjunum, væntanlegum umsóknarríkjum og á evrópska efnahagssvæðinu, meðal annars frá:

 • einstökum fyrirtækjum;
 • fyrirtækjum og samtökum á sviði vöruframleiðslu, búnaðar eða þjónustu;
 • þjálfunaraðilum og menntasamfélaginu;
 • samtökum atvinnurekenda, samtökum verslunar, verkalýðsfélögum og áhugahópum;
 • svæðisbundnum eða staðbundnum samtökum sem vinna á sviði forvarna í vinnuvernd, tryggingafélögum og öðrum hagsmunaaðilum;
 • opinberum samstarfsaðilum herferðarinnar Góð vinnuvernd vinnur á streitu.

Hvernig á að taka þátt?

Verðlaunin fyrir góða starfshætti eru samræmd innanlands af tengiliðaneti Vinnuverndarstofnunar Evrópu (Focal Point) (www.healthy-workplaces.eu/fops) en Vinnueftirlitið er samstarfsaðili á Íslandi og veitir nánari upplýsingar um hvernig eigi að taka þátt í samkeppninni (inghildur [at] ver [dot] is) Tillögur eru fyrst dæmdar innanlands og síðan eru innlendu sigurvegararnir tilnefndir til þátttöku í Evrópukeppninni þar sem lokasigurvegararnir eru valdir.

Ef þú ert hluti af fjölþjóðlegu eða samevrópsku fyrirtæki, eða opinber samstarfsaðili herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur – Góð vinnuvernd vinnur á streitu, getur þú sótt beint um til EU-OSHA.

Upplýsingar um þátttöku í Verðlaununum fyrir góða starfshætti á Evrópuvettvangi má fá hjá gpa [at] healthy-workplaces [dot] eu

Frekari upplýsingar má finna í bæklingnumVerðlaun fyrir góðar starfsvenjur 2012-2013.