Tegund:
Herferð / kynningarefni
2 blaðsíður
Hætta: Efni! Útskýring hættutákna
Keywords:Táknin sem notuð eru til merkingar á efnavörum hafa breyst. Hægt er að fyrirbyggja meiðsli og sjúkdóma á vinnustað með því að læra merkingu táknanna. Efnavörur á borð við hreinsiefni, málningu og fleira eru notaðar daglega á vinnustöðum – ekki einungis í verksmiðjum, heldur einnig í byggingarvinnu og á skrifstofum. Reglugerð Evrópusambandsins frá árinu 2009 um flokkun,merkingu og pökkun (CLP) kynnti til sögunnar ný hættutákn. Tígullaga tákn gefa til kynna þær hættur sem orsakast af notkun hættulegra efna eða efnablandna. Á merkimiðum fylgja þessum táknum ábendingarorð, hættulýsingar, forvarnarorð og upplýsingar um vöruna og dreifingaraðila hennar. Láttu Napo kenna þér hvernig viðhalda skal öryggi á vinnustaðnum þínum!