Bætt fylgni við vinnuverndarreglur

© EU-OSHA/Jim Holmes

Þar sem uppbygging, skipulag og eftirlit með vinnuháttum heldur áfram að breytast verður það sífellt mikilvægara að tryggja að fyrirtæki uppfylli skyldur sínar samkvæmt vinnuverndarreglum. Vinna Vinnuverndarstofnunar Evrópu til að stuðla að fylgni við vinnuverndarreglur (2021-2024) skoðar hvaða þættir hafa áhrif á fylgni við vinnuverndarstaðla með það að markmiði að hjálpa fyrirtækjum við að standa vörð um öryggi og heilbrigði starfsmanna sinna.

Bætt fylgni við vinnuverndarreglur hjá fyrirtækjum

Að fylgja vinnuverndarreglum getur verið krefjandi, einkum fyrir örfyrirtæki og lítil fyrirtæki (MSE). En fyrri rannsókn EU-OSHA leiddi í ljós að tilteknir utanaðkomandi þættir hafa mikil áhrif á fylgni við vinnuverndarreglur:

  • framfylgd löggæsluyfirvalda á reglum
  • áhrif aðfangakeðjunnar
  • utanaðkomandi vinnuverndarþjónustur
  • samfélagslegar eða atvinnutengdar venjur
  • fjárhagslegur stuðningur.

Þetta verkefni miðar að því að fylgja þessum niðurstöðum á eftir með því að skoða hvaða aðstoð er í boði og nýjar leiðir til að styðja við reglufylgni. Þó að áhersla sé lögð á ör- og smáfyrirtæki er einnig höfð hliðsjón af því mikilvæga hlutverki sem stærri fyrirtæki leika við að skapa umhverfi sem stuðlar að fylgni við reglur.

Áfangar rannsóknarinnar

Í kjölfar upphaflegu almennu rannsóknarinnar á fylgni við vinnuverndarreglur, voru rannsóknarþemu skilgreind til ítarlegri skoðunar:

  • Það fyrsta tengist markaðstengdri nálgun til að stuðla að vinnuvernd, og skoðar stefnur og leiðir sem hafa áhrif á tengsl í aðfangakeðjunni sem stuðla að fylgni við vinnuverndarreglur, þá einkum í landbúnaðar-, matvæla- og byggingariðnaðinum.
  • Seinna þemað beinir sjónum að áhrifum ríkisins, þ.e. löggjafar- og löggæsluleiðum til að tryggja fylgni við vinnuverndarreglur með það að leiðarljósi að bera kennsl á nýjar leiðir eftirlits- og forvarnaraðila til að stuðla að vinnuvernd.

Áhrif COVID-19 á fylgni við vinnuverndarreglur

Almenna rannsóknin leiddi einnig í ljós þörfina á því að skoða hvaða áhrif COVID-19 hefur áhrif á fylgni við vinnuverndarreglur. Þau eru hvað greinilegust í landbúnaðar-, matvæla- og byggingariðnaðinum þar sem launþegar í þessum geirum urðu fyrir hvað mestum áhrifum af heimsfaraldrinum og truflunum í aðfangakeðjum. Rannsóknin miðar að því að safna upplýsingum fyrir stefnumótun til að bæta vinnuaðstæður með því að hjálpa fyrirtækjum við að fylgja vinnuverndarreglum.