foresight cover

Stutt yfirlit - Framsýnisrannsókn um hringrásarhagkerfið og áhrif þess á vinnuvernd

Keywords:

1. áfangi: Yfirlitssviðsmyndir

Umbreyting yfir í hringrásarhagkerfi er grunnurinn að markmiði Evrópusambandsins um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og skapa á sama tíma sjálfbæran vöxt og góð störf.

Framsýnisverkefni Vinnuverndarstofnunar Evrópu skoðar áhrif innleiðingar á hringrásarhagkerfinu fram til 2040 á mismunandi atvinnugeira og hvaða afleiðingar það getur haft á vinnuvernd.

Þessi skýrsla — 1. áfangi verkefnisins — styðst við fjórar framtíðarsviðsmyndir sem upphafsskref til að ræða bæði um hugsanlegar hættur og tækifæri. Sérstök áhersla er á áhrif stafrænnar þróunar (lykilatriði í umbreytingunni yfir í hringrásarhagkerfi og áhrifin á sorphirðu sem mun leika lykilhlutverk í hringrásarhagkerfum framtíðarinnar.

Vinna við sviðsmyndirnar mun halda áfram í 2. áfanga verkefnisins en hann beinir sjónum að miðlun upplýsinga um og að sérsníða sviðsmyndirnar með samtali við hagsmunaaðila og vinnusmiðjum.

Sækja in: de | en | fr | pt |