
Öruggari og heilsusamlegri vinna fyrir alla aldurshópa - Lokagreiningarskýrsla - Upplýsingablað
Keywords:Þetta upplýsingablað er samantekt í stuttu máli á niðurstöðum úr þriggja ára tilraunaverkefni sem Evrópuþingið stóð fyrir og sem var stýrt af EU-OSHA, en verkefnið hafði það markmið að kanna vinnuverndarhættur sem blasa við starfsfólki sem er að eldast.
Niðurstöðurnar byggja á könnunum varðandi öldrun og vinnuvernd, endurhæfingu og endurkomu til starfa; rannsóknum á núverandi stefnu, áætlunum og átaksverkefnum fyrir sjálfbæra vinnu, þar á meðal störf sem tengjast endurhæfingu og endurkomu til starfa, í öllum 28 aðildarríkjum ESB sem og fjörum EFTA ríkjunum; og eins á greiningu á hvötunum fyrir innleiðingu á forvörnum og heilsueflingu á vinnustöðum fyrir starfsfólk sem er að eldast.
Verkefnið miðaði einnig að því að meta forsendur fyrir því að vinnuverndarkerfi taki mið af öldrun starfsfólks og veiti vernd gegnum alla starfsævina.