Að vinna með langvarandi stoðkerfissjúkdóma - góð ráð um starfshætti

Keywords:

Þessi skýrsla skoðar ítarlega hvernig er að stunda vinnu með langvinna stoðkerfissjúkdóma (MSD) og gefur skýr rök fyrir ávinningnum af því að gera þeim sem eru með langvinna sjúkdóma kleift að vera áfram í vinnu.

Þar er lögð áhersla á mikilvægi þess að hanna vinnustaði án aðgreiningar og settar fram meginreglur um stjórnun langvinnra stoðkerfissjúkdóma, þar sem forvarnir, snemmtæk íhlutun, árangursrík þátttökuendurhæfing og skipulagning endurkomu til vinnu eru skilgreind sem aðalatriði.

Dæmi um góða starfshætti skýra frá ýmsum aðlögunum á vinnustöðum sem eru gerðar til að koma til móts við einstaklinga með stoðkerfissjúkdóma, allt frá því að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma til að útvega rétt tæki og vinnuvistfræðilegan búnað. Þessi yfirgripsmikla hagnýta ráðgjöf er bætt við víðtækari tillögur til stefnumótandi aðila.

 

Sækja in: en