You are here

Þróun á upplýsinga- og samskiptatækni og stafrænir vinnustaðir

Framsýnisverkefni EU-OSHA er að skoða hugsanleg áhrif hraðrar þróunar á upplýsinga- og samskiptatækni á vinnuvernd, þar á meðal gervigreindar og þjarka og áhrif slíks á vinnuvernd. Verkefnið miðar að því að veita stefnumótendum í ESB, stjórnvöldum aðildarríkjanna, stéttarfélögum og atvinnurekendum nauðsynlegar upplýsingar um breytingar á upplýsinga- og samskiptatækni, áhrif þeirra á eðli og staðsetningu starfa og aðsteðjandi áskoranir sem þær kunna að hafa á vinnuvernd.

Verkefnið samanstendur af þremur vinnupökkum:

  • Vinnupakki 1 miðar að því að bera kennsl á helstu þróun og hvata sem gætu leitt til nýrra og aðsteðjandi vinnuverndarhætta í tengslum við upplýsinga- og samskiptatækni og breytinga á starfsstöðvum.
  • Á grundvelli helstu þróunar og hvata úr vinnupakka 1 mun vinnupakki 2 miða að því að búa til hugsanlegar og líklegar sviðsmyndir um hvernig vinnustaðir munu líklega líta út árið 2025 til að undirstrika vinnuverndaráskoranir framtíðarinnar í tengslum við þróun á upplýsinga- og samskiptatækni og staðsetningu starfsstöðva.
  • Vinnupakki 3 miðar að því að kynna niðurstöður verkefnisins með því að nota sviðsmyndirnar úr vinnupakka 2 í því skyni að skoða hugsanlegar leiðir með stefnumótendum til að taka á þeim áskorunum sem birtast í sviðsmyndunum.

Þessi verkefni ættu að stuðla að öruggum og heilbrigðum vinnustöðum í framtíðinni í samræmi við snjallan og sjálfbæran vöxt í ESB án aðgreiningar.

Eftirfylgnirannsóknir munu skoða betur mikilvæg svið og áskoranir sem birtast í verkefninu.