Áhrif gervigreindar á vinnuvernd

Keywords:

Áhrif gervigreindar (AI) á vinnustöðum kann að skapa tækifæri en einnig nýjar áskoranir á sviði vinnuverndar, stjórnunar hennar og reglusetningar. Sjálfvæðing verka með þjörkum getur fjarlægt launþega úr hættuaðstæðum og samstarfsþjarkar geta auðveldað öldruðum og fötluðum aðgang að vinnu.

Gervigreind hefur stuðlað að nýjum háttum við vöktun og stjórnun launþega með söfnun á miklu magni af rauntímaupplýsingum. Þessir nýju hættir kunna að skapa tækifæri til að bæta eftirlit með vinnuvernd, draga úr útsetningum fyrir ýmiss konar áhættuþáttum og greina fyrstu ummerki um streitu, heilsufarsvandamál og þreytu í tíma. En þeir geta vakið upp lögfræðilegar, stjórnunarlegar og siðferðilegar spurningar og áhyggjur á sviði vinnuverndar.

 

Sækja in: cs | da | de | en | es | fi | fr | hr | it | no | pt | sl | sv |