Félags- og heilbrigðismálaráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd og þróun vinnuverndarmála og á undirbúningi tengdrar löggjafar. Ráðuneytið vinnur í nánu samstarfi við t.d. atvinnu- og efnahagsráðuneytið, menntamálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, umhverfisráðuneytið, samgöngu- og fjarskiptaráðuneytið og með ýmsum sérstökum stjórnvöldum að málefnum sem tengjast vinnuverndarmálum.
Ábyrgð á eftirliti með því að vinnuverndarlöggjöf sé fylgt. Samstarf á sviði vinnuverndarmála byggir á framkvæmdarlögunum og viðeigandi samningum á milli samtaka vinnumarkaðarins. Vinnuverndarfulltrúar koma fram fyrir hönd starfsmanna í vinnuverndarsamstarfi. Fulltrúi atvinnurekandans er framkvæmdastjóri vinnuverndarmála nema atvinnurekandinn sjái sjálfur um samstarfsskyldurnar.
Finnska samstarfsneti vinnuverndarmála var komið á fót sem hluta af evrópska samstarfsnetinu fyrir öryggis- og heilbrigðisupplýsingar en það samanstendur af innlendum tengiliðum í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Finnski tengiliðurinn samræmir og hefur umsjón með vinnuverndarsamstarfsnetinu á landsvísu.
Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn